Fara í efni

Starf héraðsskjalavarðar laust til umsóknar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir laust til umsóknar starf héraðsskjalavarðar á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

Héraðsskjalavörður er forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Hann leiðir starfsemi safnsins og sér um fjárhagslegan rekstur þess.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í sagnfræði eða skyldum greinum.
  • Gerð er krafa um mjög góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á notkun tölvuforrita, s.s. Navision, OneSystems, Fotostation, Photoshop og Office.
  • Umsækjandi þarf að hafa góð tök á íslensku máli í ræðu og riti og hafa ríka samskiptahæfileika.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu í rekstri opinberra stofnana.
  • Þekking og áhugi á skagfirskri sögu er kostur.

Um 100% starf er að ræða.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 15. júní 2014.

 Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsinswww.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður, unnar@skagafjordur.is, eða í síma 892-6640 og Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri, hrefnag@skagafjordur.is eða í síma 455-6065.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga er elsta héraðsskjalasafn landsins, stofnað árið 1947. Safnið varðveitir stærsta safn einkaskjala utan Reykjavíkur auk mikils magns opinberra heimilda og ljósmynda. Fjölmargir gestir sækja safnið heim árlega. Starfsfólk þess svarar miklum fjölda fyrirspurna og safnið tekur virkan þátt í menningarlífi héraðsins.