Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Stefán Ágústsson íslenskufræðingur fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020 til að rannsaka og ljósmynda skjöl sem eignuð eru Sölva Helgasyni og varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú má sjá afrakstur þessarar vinnu á skráningarsíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga: http://atom.skagafjordur.is/n00300.
Gríðarleg vinna fór í að greina og flokka handrit Sölva en hann skrifaði smátt og á köflum var erfitt að greina samhengi skjalanna. Þökkum Stefáni Ágústssyni og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum kærlega fyrir samvinnuna og Rannís fyrir styrkinn.