Fara í efni

Sólborg Una Pálsdóttir ráðin héraðsskjalavörður Skagfirðinga

Sólborg Una Pálsdóttir
Sólborg Una Pálsdóttir

Sólborg er sagnfræðingur frá Háskóla Ísland. Árið 2003 útskrifaðist hún með MSc. gráðu í upplýsingatækni í fornleifafræði (Archaeological information System) frá Háskólanum í York og hefur einnig sótt fjölmörg námskeið um upplýsingakerfi, uppbyggingu gagnagrunna o.fl

Síðustu ár hefur Sólborg starfað hjá Minjastofnun (áður Fornleifavernd) við stöðlun, skráningu og miðlun upplýsinga um fornleifar á Íslandi. Þá hefur hún reynslu að skráningu muna og fornleifa í gangagrunna og hefur haldið fjölda fyrirlestra og ritað greinar um sagnfræðileg og fornleifafræðileg efni.

Áætlað er að Sólborg Una komi til starfa á héraðsskjalasafninu í ágústmánuði.