17. nóvember 2023 skrifaði héraðsskjalavörður undir samning við Archives Portal Europe þess efnis að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerir skráningar sínar á skjölum safnsins aðgengilegar í evrópskri vefgátt. Eitt opinbert skjalasafn á Íslandi hefur þegar gert sambærilegan samning, Þjóðskjalasafn Íslands. Í framtíðinni verður því hægt að leita að gögnum safnanna á einum stað. Þetta er einnig frábært tækifæri til að fræðast um aðgengi og stöðlun gagna á evrópska vísu. Nú liggur fyrir vinna við að samræma gögnin okkar svo hægt sé að skoða þau í vefgáttinni. Vefgáttina má skoða hér: https://www.archivesportaleurope.net/advanced-search/search-in-archives/