Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja inn ljósmyndir á vef safnsins. Nú hafa bættst við 500 ljósmyndir, sem safninu bárust frá fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins Feykis og eru myndir frá blaðinu nú tæplega 1100. Hægt er að sjá myndirnar á vefnum www.skagafjordur.is/myndir, velja Héraðsskjalasafn og fara að leita. Með því að setja Feykir í leitarreit er hægt að kalla fram allar myndir úr því safni. Þótt myndirnar séu allar grunnskráðar eru frekari upplýsingar vel þegnar. Gott væri að fá upplýsingar um tilefni myndatöku, nöfn einstaklinga og tímasetningu ef glöggir skoðendur síðunnar vita meir. |
22.11.2012