Fara í efni

Kallað eftir skjölum kvenna

Kallað eftir skjölum kvenna
Kallað eftir skjölum kvenna

Nú í ár fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar. Bendum við fólki á að hafa samband við okkur á skjalasafninu með tölvupósti (skjalasafn@skagafjordur.is) eða í síma 453 6640.