Árið 2001 sameinuðust opinber skjalasöfn á Norðurlöndum um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Yfirskrift skjaladagsins árið 2020 er „Hernumið land“.
Héraðsskjalasöfn og Þjóðskjalasafn Íslands sameinast um birta fróðleiksmola um þemað á síðunni https://2020.skjaladagur.is/ - bendum við öllum áhugasömum að kynna sér það fjölbreytta efni sem þar er að finna.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga leggur fram eftirfarandi efni:
Af sóttvarnarástæðum munum við á skjalasafninu ekki opna húsið og vera með dagskrá í tilefni dagsins en munum þess í stað bjóða um hlaðvarpsþátt þar sem Kristín Sigurrós Einarsdóttir tekur viðtal við Ágúst Guðmundsson sem hefur rannsakað hernámsárin 1940-1942 á Sauðárkróki. Hlaðvarpsþáttinn er aðgengilegur hér: Hernámsárin.