Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Sölva Helgasonar en hann fæddist á Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði 16. ágúst 1820. Í tilefni þess ætlar Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að minnast hans með ýmsu móti næsta daga. Við munum bjóða upp á hlaðvarpsþætti um flökkumenn þar sem Sölvi kemur sannarlega við sögu. Þá munum við kynna fyrir ykkur nýsköpunarverkefni sem unnið var í sumar og fjallaði um handrit Sölva ásamt því að opna fyrir ykkur aðgang að skjölunum sjálfum.