Fara í efni

Staðsetning örnefna

Bjarney og Þórey, starfsmenn Landmælinga Íslands, komu við á safninu til að kenna okkur að staðsetja örnefni á kortavefsjá Landmælinga. Við vildum fylgja eftir góðu fordæmi Fljótamanna sem vinna nú að því að staðsetja örnefni í sinni heimabyggð. Við bjóðum nú fólki aðstoð við að koma inn upplýsingum um örnefni í gagnagrunna Landmælinga. Endilega hafið samband við okkur ef þið getið lagt okkur lið við að viðhalda þessari mikilvægu þekkingu.