Fara í efni

Samantekt um eftirlitskönnun í Skagafirði

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga sendi út eftirlitskönnun meðal afhendingraskyldra aðila innan sveitarfélaganna í Skagafirði árið 2020. Á heimasíðu safnsins má finna skýrslu um niðurstöður þessarar könnunar. Ljóst er að átaks er þörf í skjalamálum afhendingarskyldra aðila á vegum sveitarfélaga í Skagafirði svo þessir aðilar uppfylli lagaskyldur sínar. Rétt er að ítreka meginmarkmið laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem er að "tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og gögn um sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi". Skjalavarsla er mikilvægur hluti stjórnsýslunnar sem nauðsynlegt er að gefa betri gaum. Skýrsluna má finna undir Gagnasöfn/Útgáfa/Ýmsar skýrslur eða undir þess hlekk: Sólborg Una Pálsdóttir (2021). Samantekt um eftirlitskönnun árið 2020. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.