Héraðsskjalasafnið ætlar að halda ljósmyndafund næstkomandi fimmtudag, 14. nóvember 2024, kl. 14. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins í Safnahúsi við Faxatorg. Á fundinum ætlum við að rýna ljósmyndir úr safni Stefáns Pedersen og Árna Blöndals.
Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru ófá hlutverkin sem hann söng á sviði. Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.