Fara í efni

Fréttir

Kort úr fórum sýslunefndar af Vallarneslandi
03.06.2021

Skráning á gögnum sýslunefndar

Um þessar mundir stendur yfir skráning á gögnum sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Sýslunefndir urðu til í kjölfar þess að í maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi og komust þá amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar. Sýslunefnd skipuðu að öllu jöfnu 6-10 fulltrúar sem kosnir voru af sveitarfélögum. Gögn sýslunefndar eru mjög umfangsmikil og höfðu þau áður verið forskráð í safninu en nú stendur yfir yfirfærsla þeirra í Atóm sem er það skráningarkerfi sem safnið notar í dag. Um er að ræða fundargerðabækur, erindi og bréf til nefndarinnar, skrá yfir verkfæra menn í sýslunni, bókhaldsgögn og fleira. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988 og spanna gögnin því rúmlega 100 ára tímabil.
Safnahúsið lokað gestum 14. maí
14.05.2021

Safnahúsið lokað gestum 14. maí

Vegna fjölda covid smita í Skagafirði verður Safnahúsið lokað 14. maí. Tökum aftur stöðuna mánudaginn 17. maí. Hægt að hafa samband við starfsmenn safnsins með tölvupósti eða síma.
Héraðsskjalasafnið lokað 10. til 13. maí
10.05.2021

Héraðsskjalasafnið lokað 10. til 13. maí

Vegna fjölda covid smita í Skagafirði verður Safnahúsið lokað 10. maí til 13. maí. Tökum aftur stöðuna 13. maí. Hægt að hafa samband við starfsmenn safnsins með tölvupósti.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
30.04.2021

Feykir í 40 ár - viðtal við Kristínu Sigurrós

Þá er komið að síðasta þættinum í hlaðvarpinu um Feyki. Í dag snúum við hlutverkum við, Eyrún Sævarsdóttir sest í stól spyrjanda á meðan Kristín sest í stól viðmælanda en Kristín var blaðamaður hjá Feyki á árunum 2013-2017.
Feykir í 40 ár - viðtal við Jón Ormar
29.04.2021

Feykir í 40 ár - viðtal við Jón Ormar

Við höldum áfram með hlaðvarpsþættina "Feykir í 40 ár". Í þessum þætti tekur Kristín Sigurrós viðtal við Jón Ormar Ormsson og ræða um tilurð blaðsins og fyrstu árin.
Þórhallur Ásmundsson
28.04.2021

Feykir í 40 ár - viðtal við Þórhall Ásmundsson

Í dag viljum við vekja athygli á næsta þætti í hlaðvarpi okkar um Feyki. Í þessum þætti tekur Kristín Sigurrós viðtal við Þórhall Ásmundsson en hann var ritstjóri Feykis á árunum 1988-2004.
Feykir í 40 ár - Berglind Þorsteinsdóttir
27.04.2021

Feykir í 40 ár - viðtal við Berglindi Þorsteinsdóttur

Í dag viljum við vekja athygli á næsta þætti í hlaðvarpi okkar um Feyki. Í þessum þætti tekur Kristín Sigurrós viðtal við Berglindi Þorsteinsdóttur en hún var ritstjóri Feykis á árunum 2014-2016. Áður hafði hún starfað sem blaðamaður hjá Feyki.
Feykir í 40 ár. Viðtal við Pál Friðriksson.
26.04.2021

Viðtal við Pál Friðriksson

Næsti þáttur í hlaðvarpsþáttaröðinni "Feykir í 40 ár" er viðtal við Pál Friðriksson núverandi ritstjóra Feykis. Hann hefur auðvitað frá mörgu að segja enda búinn að starfa lengi hjá Feyki. Hér er rætt um núverandi ástand og framtíðina í íslenskum fjölmiðlaheimi ásamt því að rifja upp eftirminnileg atriði á ferlinum.
Hlaðvarpsþáttur Héraðsskjalasafns Skagfirðinga: Feykir í 40 ár
14.04.2021

Feykir í 40 ár - hlaðvarpsþættir

Í tilefni af 40 ára afmæli héraðsblaðsins Feykis árið 2021 tók Kristín Sigurrós Einarsdóttir nokkra Feykismenn og -konur tali. Hér er víða komið við, allt frá upphafi blaðsins til dagsins í dag og framtíðarhorfur. Þættirnir fara í loftið, einn af öðrum, næstu daga og verða allir orðnir aðgengilegir í sæluviku. Fyrsta viðtal Kristínar er við Árna Gunnarsson en hann var ritstjóri blaðsins á 2004 til 2006. Hlaðvarpsþættina má nálgast á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins: https://heradsskjalasafn.skagafjordur.is/is/frodleikur/hladvarp/feykir-i-40-ar
Kvenfélag Skefilsstaðahrepps 1941
01.02.2021

Dagur kvenfélagskonunnar

1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár eins og segir á heimasíðu Kvenfélagssambands Íslands. Héraðsskjalasafnið hefur undanfarin misseri verið að búa til stafræn afrit af ýmsum gögnum safnsins. Meðal þess sem við höfum verið að vinna með eru gögn kvenfélaga í Skagafirði.