Fara í efni

Aðalgata 14

Byggingarár: 1933

Heiti: Litlaborg

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Árni Daníelsson

Aðalgata 14. SFA 2018.

Saga: Árni Daníelsson verslunar- og athafnamaður frá Sjávarborg byggði steinsteypuhús til verslunar við Aðalgötu 14 árið 1933 og kallaði það Litluborg. Fyrst var húsið ein hæð með sléttu þaki en síðar var það lengt til austur og byggð hæð ofan á það til íbúðar. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu og nú síðast blómabúð á neðri hæð en gistiheimili á efri. Um miðbik 20. aldar voru stór steinsteypt hús byggð fyrir framan eldri hús á svæðinu Aðalgötu 10 til 14. Líklega hefur hugmyndin verið sú að fjarlægja skyldi eldri húsin en það var ekki gert. Fyrir vikið verður götumyndin á þessum parti klúðursleg.

Brot úr mynd, tekin í kringum 1950. Litlaborg fyrir miðri mynd með valmaþaki. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Vegna þess hve lengi húsið var í byggingu má ætla að það hafi tekið mið af ýmsum byggingarstílum og tískustraumum.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Hús byggt sem verslun (neðri hæð) og íbúð (efri hæð).
      • Umhverfisgildi - Lágt - Stendur á horni. Stendur mun framar en húsið við hliðina.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið byggt í áföngum en hefur ekki breyst mikið eftir að byggingu lauk.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið þokkalega viðhaldið í gegnum tíðina.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu