Vísnakeppni Safnahússins

Sögu Vísnakeppni Safnahússins má rekja allt aftur til ársins 1976 er Magnús Bjarnason kennari gaf hálfa milljón króna í sérstakan sjóð til að styrkja og styðja við bakið á lausavísnagerð. Fyrir tilstyrk sjóðsins var keppnin haldin um langt árabil. Má lesa nánar um þátt Magnúsar í kafla um lausavísnasafnara hér á vefnum.

Þátttaka í keppninni hefur verið mjög misjöfn eftir árum. Fyrsta árið sem keppnin var haldin voru um 300 vísur sendar til dómnefndar, en flest árin hafa þær þó verið mun færri. Síðustu ár hafa milli 20-30 manns sent vísur til keppninnar.

Vísnakeppnin er haldin árlega og hefur síðustu ár verið styrkt af tryggingafélaginu Sjóvá og Sparisjóði Skagafjarðar. Við setningu Sæluviku í lok apríl ár hvert eru úrslit í keppninni kynnt.

Í gagnasafni, hér á vefnum má sjá stutta umfjöllun um nokkrar keppnir, en von er á að umfjöllun um þær allar birtist von bráðar.

Svæði

Héraðsskjalasafn Skagafjarðar  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6077