Lausavísnasafnarar

Óhætt er að fullyrða að sægur íslenskra lausavísna undir rímnaháttum sé ótrúlegur. Langmestur hluti þess sem ort hefur verið hér á landi eru lausavísur, sem mæltar hafa verið fram við hin ólíkustu tækifæri. Skráning lausavísna var og hefur lengst af verið mjög óskipulögð og ekki fyrr en á 20. öld að til urðu mjög stór lausavísnasöfn einstaklinga. Í grein í Safnamálum 1979 getur Hannes Pétursson skáld um nokkur lausavísnasöfn og taldi hann safn Guðmundur Davíðssonar á Hraunum í Fljótum einna fræðilegast og hagfeldast úr garði gert.

Ótölulegur fjöldi lausavísna hefur varðveist í uppskriftum og segir Hannes Pétursson að líklega hafi flestar vísur sem fleygar urðu varðveist. Hitt er jafnvíst að margar góðar vísur hafa gleymst ef þær náðu ekki flugi.

Á vísnavef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verður getið um nokkra af þeim söfnurum sem mest lögðu til safnsins.

Byggt á grein Hannesar Péturssonar skálds í Safnamálum 1979

 

Svæði

Héraðsskjalasafn Skagafjarðar  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6077