Útgáfuhóf í Safnahúsi í tilefni af 100 ára afmćli Kristmundar Bjarnasonar

Forsíđa bókarinnar Í barnsminni
Forsíđa bókarinnar Í barnsminni

Í dag 10. janúar eru 100 ár liđin frá fćđingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og frćđimanns á Sjávarborg en hann dvelur nú á dvalarheimilinu á Sauđárkróki. Kristmundur er heiđursfélagi Sögufélags Skagfirđinga og í tilefni ţessara tímamóta gefur félagiđ úr bernskuminningar hans frá Mćlifelli, ţar sem hann ólst upp.

Bókin ber heitiđ Í barnsminni og ritađi Kristmundur hana á árunum 2005-2006, nćrri 240 blađsíđur, prýdda fjölda mynda ásamt nafnaskrá. Kristmundur á langan og góđan feril ađ baki sem rithöfundur og frćđimađur og í tilkynningu Sögufélagsins segir ađ hann sé óskorađur meistari í međferđ íslensk máls og texta enda óhćtt ađ fullyrđa ađ ţessi bók er bráđskemmtileg aflestrar.

Laugardaginn 12. janúar verđur bókarkynning og útgáfuhóf í Safnahúsinu á Sauđárkróki kl 16 sem Sólborg Una Pálsdóttir hérađsskjalavörđur stýrir. Ţar mun Hjalti Pálsson segja lítillega frá ćviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum og Unnar Ingvarsson segir frá kynnum sínum og samskiptum viđ Kristmund. Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og frćđistörf Kristmundar og Sölvi Sveinsson kynnir bókina og les upp úr henni.

Bođiđ verđur upp á veitingar og bókin seld á tilbođsverđi. Allir velkomnir.

(Tekiđ af síđu sveitarfélagsins)


Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077