Kynning á bókinni Sjálfstćtt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Mánudaginn 30. október kl. 12 ćtlar dr. Vilhelm Vilhelmsson ađ heimsćkja okkur í Safnahúsiđ og kynna nýju bókina sína sem nefnist Sjálfstćtt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Allir velkomnir.

Vilhelm Vilhelmsson

Sjálfstćtt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Útgefandi: Sögufélag

Vistarbandiđ var skylda búlausra til ađ ráđa sig í ársvistir hjá bćndum og lúta húsaga ţeirra. Ţađ var ein af grunnstođum samfélagsins á 19. öld og setti mark sitt á daglegt líf alţýđu og hefur veriđ líkt viđ ánauđ. En var ţađ í raun svo? Voru vinnuhjú ţrćlar undir hćl húsbćnda sinna? Eđa voru ţau agalaus og óhlýđin líkt og tíđar umkvartanir ráđamanna gáfu til kynna?

Í bókinni er varpađ ljósi á togstreitu á milli undirsáta og yfirbođara í gamla sveitasamfélaginu. Einblínt er á löngun vinnufólks til ađ ráđa eigin högum, möguleikum ţess til ađ spyrna viđ valdbođi, andćfa hlutskipti sínu og öđlast sjálfsvirđingu og reisn.

Félagsgerđ hins gamla íslenska sveitasamfélags er sett í sögulegt samhengi atvinnuhátta og félagsgerđar á Norđurlöndum fyrir tíma iđnvćđingar. Hlutverk vistarbandsins á umbrotaskeiđi Íslandssögunnar er endurskođađ og sögđ saga alţýđunnar frá sjónarhorni hennar sjálfrar fremur en valdhafa.

Í bókinni eru fćrđ rök fyrir ţví ađ verkafólk fyrri tíma hafi ekki veriđ viljalaus verkfćri sem yfirvöld og húsbćndur gátu ráđskast međ ađ vild. Ţvert á móti hafi ţađ haft áhrif á hlutskipti sitt og getađ bćtt stöđu sína og kjör. Ţannig mótađi andóf vinnufólks íslenskt samfélag á 19. öld og fram á okkar daga.

 

Bókin er ríkulega myndskreitt međ yfir 90 litmyndum og kortum.

 

Um höfundinn:

Vilhelm Vilhelmsson (f. 1980) er doktor í sagnfrćđi frá Háskóla Íslands. Hann er sjálfstćtt starfandi frćđimađur og annar af tveimur ritstjórum Sögu, tímarits Sögufélags. Hann hefur birt fjölda greina um söguleg efni en ţetta er hans fyrsta bók.


Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077