Vísnakeppnin 1976

Fyrsta vísnakeppnin á vegum Menningarsjóđs Magnúsar Bjarnasonar kennara fór fram í fyrra. Sökum fráfalls stofnanda sjóđsins, Magnúsar Bjarnasonar, varđ stjórn hans margt ađ vanbúnađi. Glóđafeykir, félagstíđindi Kaupfélags Skagfirđinga, hljóp ţá undir bagga og tók til birtingar greinargerđ fyrir keppnina svo og fyrriparta, sem botna átti, en ţá hafđi Magnús útvegađ, og er nú ekki fullvíst um höfunda ađ ţeim.  Fyrripartarnir voru ţessir:

 

Úti finn ég ekkert skjól,

inni glćđur dvína.

 

Ţó sindri á lofti sólarglit

er svali um fell og ögur.

 

Um kvennréttindi stendur styr,

stefnumót hjá konum.

 

Hvađ mun ţetta kvennaár

konum Íslands fćra?

 

Stakan lifir alltaf á

Íslendinga vörum.

 

Harpan mín er heldur stirđ,

hreyfi ég sjaldan bogann.

 

Vetur sindrar fjöllum frá,

fölna myndir hlíđar.

 

Allt er blátt um land og lón,

lifnar máttur ţorsins.

 

Aldrei drepur atómljóđ

alveg ferskeytluna.

 

Um 300 vísur bárust, og voru höfundar um 60 talsins. Langsamlegur meiri hluti vísubotnar, en sárafáar heilar vísur. Ţví reyndist ekki unnt ađ verđlauna ţćr, ţar eđ úr of litlu var ađ mođa.

Dómnefnd skipuđu ţrír Skagfirđingar:  Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Hannes Pétursson skáld og Sigurjón Björnsson prófessor.

Eftirtaldir botnar ţóttu verđir viđurkenningar, og var enginn munur gerđur á ţeim innbyrđis, ţannig ađ einn hlyti 1. verđlaun annar 2. verđlaun o.s.frv. Verđlaunabotnarnir eru skráđir í stafrófsröđ eftir upphafsorđi:

 

1.       Um kvenréttindi stendur styr,

stefnumót hjá konum.

Eru ađ lokast allar dyr

okkur karlmönnonum.

               Sigurđur Óskarsson Krossanesi, Skag.

 

2.       Úti finn ég ekkert skjól

inni glćđur dvína.

Nú er ekki sumarsól

ađ syngja í vísu mína.

               Magnús Gíslason, Vöglum Skag.

 

3.       Stakan lifir alltaf á

Íslendingsins vörum.

Segir dýpstu sćlu frá

sorg og mćđukjörum.

               Jóhann Magnússon, Varmalćk, Skag.

 

4.       Ţó sindri á lofti sólarglit,

er svali um fell og ögur.

Yfir lágri lćkjarfit

liggur hélukögur.

               Sigurđur Hansen, Sauđárkróki

 

Imprađ hefur veriđ á ţví, ađ birtir vćru nokkrir botnar til viđbótar ţeim, sem viđurkenningu hlutu. Rúm leyfir ekki ađ ţessu sinni, ađ ţeim séu gerđ viđhlítandi skil. Ţó skal veitt nokkur úrlausn og rćđur handahófsháttur valinu. Ađeins er tekinn einn botan viđ hvern fyrrihluta hér nćst ađ framan og haldiđ sömu röđ:

 

1.       Um kvennréttindi stendur styr,

stefnumót hjá konum.

Sem eflaust verđa eins og fyr

undir viđskiptonum.

               Stefán Stefánsson frá Móskógum

 

2.       Nú er ekki sumarsól

ađ syngja í vísu mína.

Fyndi ég yl af faldasól

fćri mér strax ađ hlýna.

               Pétur Jónasson, Sauđárkróki.

 

3.       Stakan lifir alltaf á

Íslendingsins vörum.

Meinleg eđa mild á brá

mun hún verđa í förum.

               Stefán Stefánsson frá Móskógum.

 

4.       Yfir lágri lćkjarfit

liggur hélukögur.

Breyta munu brátt um lit

blómin jarđar fögur.

               Sigríđur Árnadóttir, Svanavatni, Skag.

 

Hérađsskjalasafn Skagfirđinga flytur hagyrđingum öllum svo og dómnefndinni beztu ţakkir.

 

                                                                                                                             Kristmundur Bjarnason


 

 

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077