Vísnakeppni Safnahússins 2003

Safnahús Skagfirđinga stóđ fyrir vísnakeppni nú í ár sem endranćr í tengslum viđ sćluviku. Jafnframt hefur skapast sú venja ađ Feykir birti nokkur sýnishorn úr keppninni og skal nú orđiđ viđ ţví ţótt heldur lengi hafi dregist ađ koma kveđskapnum á framfćri.

         Úrslit vísnakeppninnar voru ađ venju kynnt viđ opnum sćluvikunnar og sá Björn Björnsson skólastjóri um ađ opinbera niđurstöđur dómnefndar keppninnar, sem ađ ţessu sinni var einungis skipuđ af honum einum. Ingimar Jóhannsson umbođsmađur Sjóvá/Almennra á Sauđárkróki veitti peningaverđlaun fyrir bestu vísuna og besta botninn. Ţau voru 10.000 krónur fyrir besta botninn og ađrar 10.000 krónur fyrir bestu vísuna.

         Keppnin var nú haldin í níunda sinn og ţátttaka heldur í drćmarar lagi en ţó sendu rúmlega 20 hagyrđingar inn vísur og botna. Keppnin var sem fyrri tvíţćtt. Annars vegar var beđiđ um vísu um kosningarnar, hins vegar átti ađ botna fyrriparta. Eins og stundum áđur var kallađ á Kela í kaupfélaginu til ađ semja fyrripartana og brást hann ekki frekar en fyrri daginn.

         Skal nú framreiđa nokkurt sýnishorn af kveđskapnum:

Fyrst var ţađ hringhendan en innrímiđ virđist hafa vafist fyrir nokkrum. Hér koma ţó nokkrir góđir botnar:

Voriđ hefur vitjađ mín

vetrar sefađ harminn.

 

Ţađ er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi:

Og ţađ gefur eins og vín

yndis ţel í barminn.

 

Guđmundur Sveinsson hestamađur á Sauđárkróki er áreiđanlega kominn međ sólbakađan arm eftir taumhald á gćđingum sínum:

Sólin gefur gullin sín,

geislum vefur arminn.

 

Kristján Runólfsson á Sauđárkróki virđist bjartsýnn á sumariđ:

Ţar međ gref ég ţraut og pín,

ţví nćst trefilgarminn

 

Hinn fyrriparturinn sem beđiđ var ađ botna er alveg hefđbundinn:

 

Mér finnst allt svo undarlegt,

engin skýring nćrri.

 

Ađalbjörgu Jónsdóttur í Varmahlíđ finnst Ingibjörg hafa hagađ sér einkennilega:

Afhverju er Ingibjörg

R-listanum fjćrri.

 

Ţađ voru ađrir tímar og óspilltari ţegar Sveinn Pálmason var ungur á Reykjavöllum:

Í súluhúsum sýnd er nekt,

Sóminn víđs er fjarri.

 

Loks eru ţađ kosningavísurnar:

 

Alfređ Guđmundsson á Sauđárkróki byrjar og yrkir hringhent:

Vítt um sali Solla fer,

sárt er kal í Davíđs hver.

Ţó ađ dali Dóra her,

dyggur halur fylgir ţér.

 

Anna Árnadóttir á Blönduósi veit ađ fyrir kosningar gerist erilsamt hjá atkvćđasmölunum:

Fer um landiđ ljúfur blćr,

lifnar í hverju spori.

Margur smalafćtur fćr

til ferđa á kosningavori.

 

Einar Sigtryggsson á Sauđárkróki er líklega orđinn ţreyttur á kratismanum:

Varla fá vinstrimenn örlögum sínum eytt.

Angrar ţá djúpstćđ sundrung, ţungbćr mćđa.

Á Davíđ og Halldóri ţjóđin er orđin ţreytt

ţessvegna munu frjálslyndir áfram grćđa.

 

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri var ekki búinn ađ gleyma prófkjöri Sjálfstćđisflokksins. Spurning hvađ hann hefur kosiđ:

Framsókn skekur fylgisvá.

Frjálslyndir í sókn međ knöttinn.

Vinstri grćnir voka hjá

en Villi fór í jólaköttinn.

 

Hilmir Jóhannesson á Sauđárkróki er hćttur í pólitík en veit alveg hvernig kaupin gerast á eyrinni.

Korteri fyrir kosningar

krćsingar bođiđ geta.

Karlinn af rakkanum rófuna skar

og rétti’onum stubbinn ađ éta.

 

Óttar í Enni er orđinn eldri en tvćvetur og veit ađ ekki liggja allar brekkur niđur í móti. Hvort ćtli hann sé meira ađ hugsa til Davíđs eđa Össurar?:

Ingibjörg finnst sumum einstakt hnoss,

öđrum frá heyrist stuna.

Eflaust er bćđi erfiđi og kross

ađ eiga viđ kerlinguna.

 

Pálmi Jónsson frá Axlarhaga er óbilandi hugsjónamađur í stjórnmálunum og álítur ađ enn finnist ţar dugandi menn:

Kosningarnar koma senn,

hvađ er helst til ráđa.

Ef viđ sjáum mćta menn

mönum ţá til dáđa.

 

Sigurjón Stefánsson á Steiná hefur ađra skođun á hlutverki ţingmanna:

Kosningar sem koma nú

hverju má viđ líkja.

Ţingmenn standa í ţeirri trú,

ţurf’ađ ljúg’og svíkja.

 

Ţá skulu ađ lokum birtar ţćr vísur sem verđlaunin hlutu ađ ţessu sinni. Ţađ var gamli kennarinn Marteinn Steinsson á Sauđárkróki sem botnađi best ţótt orđinn sé 92 ára gamall:

Mér finnst allt svo undarlegt,

engin skýring nćrri.

Ţví er nú um tungu trekt,

töfrar hugans fjćrri.

 

Verđlaunavísan var hins vegar eftir Reyni Hjörleifsson frá Kimbastöđum ţar sem hann leggur kosningabaráttuna í sléttubönd, en ţađ er sá bragarháttur sem kveđa má bćđi aftur á bak og áfram:

Safna liđi flokka fjöld,

frakkir bestu veifa.

Hafna öđrum, vilja völd,

vanda engum dreifa.

 

Ţessi vísnakeppni er til gamans og tilbreytni gjörđ og er til orđin fyrir atbeina Magnúsar Bjarnasonar kennara á Sauđárkróki sem lést áriđ 1975 og var mikill áhugamađur um vísnagerđ. Fyrir hönd Safnahússins ţakka ég öllum ţátttökuna og mćlist til ađ sem flestir láti frá sér heyra nćst svo ađ ţessi ţjóđlega skemmtun megi viđ haldast. Viđ kveđjum okkur aftur hljóđs á nćsta ári.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077