Úrslit vísnakeppninar 1978

[Áđur birt í Safnamálum 1979. Hér međ smávćgilegum breytingum]

 

Í vísnakeppninni 1978 voru menn beđnir ađ botna ţessa fyrriparta:

 

Ţegar eitthvađ amar mér,

Á ég vin í Grána

 

Ţjóđin vor, hún ţykist fjáđ

Er ţurfalingur ei ađ síđur.

 

Skilafrestur var til 15. Febrúar 1979. Dómnefndina skipuđu sem fyrr ţeir Sigurjón Björnsson prófessor og Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Hannes Pétursson vékst undan setu í nefndinni.

Eftirfarandi botna töldu töldu nefndarmenn bezta, og var ekki gerđur munur á ţeim innbyrđis:

 

  1. Kostum gćddur greitt hann fer,

geislar fjör um brána.

               Ragnar Örn, Reykjavík

 

  1. Yndi bezt hann ćtíđ lér

Og eykur ferđaţrána.

               Sigurlaug Stefánsdóttir frá Gilhaga, Akranesi

 

  1. Af öđrum hestum alltaf ber

ósköp hýr á brána.

               Ingimar Bogason, Sauđárkróki

 

  1. Heiđur sinn og hćsta ráđ

hernáms-verndarliđi býđur.

                               Sveinn Sölvason, Sauđárkróki

 

  1. Á söguspjöld er skömmin skráđ,

skilafrestur óđum líđur.

               Hilmir Jóhannesson, Sauđárkróki

 

  1. Mín er holl vil hafa ráđ

hún ađ vexti stakk sé sníđur.

                               Ásgeir Ó. Einarsson dýralćknir Reykjavík

Beđiđ var og um heilar vísur um tiltekiđ yrkisefni og mćlzt til ţess, ađ ort vćri um Drangey. Nefndarmenn töldu ţessar ţrjár vísur „einna bestar“:

        Til ţín sóttu björg í bú,

bilađi ţróttinn eigi.

Vista gnóttir veitir ţú

vel ađ nótt sem degi.

                               Sveinn Sölvason, Sauđárkróki

 

Upp úr ţöglu, dökku djúpi

Drangey rís.

Í aftanrođa, árdagshjúpi,

úthafsdís.

                                Hilmir Jóhannesson, Sauđárkróki

 

Af ţér hrökkva um aldaveg

úfnir báru garđar,

Drangey fríđ og dásamleg

drottning Skagafjarđar.

                Ragnar Örn, Reykjavík.

 

Ragnar Örn lćtur ţess getiđ í orđsendingu, sem fylgdi vísum hans, ađ hann hafi ekki vitađ um keppnina 1977, fyrr en frestur til ađ skila var runninn út, en kveđst svo sem til gamans senda vísur, sem ţá var beđiđ um. Međ ţví kom höfundurinn dómnefndarmönnum í vanda. Í bréfi frá ţeim segir m.a. svo: "Tvćr vísur bera af öđrum kveđskap, sem viđ höfum augum bariđ í ţessari syrpu. En ţćr falla víst utan prógramms í ár, svo vandi er ađ vita hvađ gera skal. En ţađ eru ţessar tvćr haustvísur.

Feig í hlíđum fölna strá

fer ađ hríđarvetur,

ţegar líđur ćvi á

ađ mér kvíđa setur.

 

Fjarst á breiđum fjallahring

fanna hrođi situr.

Klćđir heiđar, holt og lyng

haustsins dođa litur.

 

                                                                                                              Kristmundur Bjarnason

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077