Úrslit í Vísnakeppni 2007

Vísnakeppni Safnahússins 2007.

 

Vísnakeppni Safnahússins í Sćluviku var nú haldin í 13. sinn. Ţátttaka var međ líku móti og undanfarin ár, um 20 úrlausnir bárust og laugardagskvöldiđ 1. maí vorum dómnefndarmenn ađ störfum, ţeir Kristján Snorrason sparisjóđsstjóri og Hjalti Pálsson ritstjóri ađ yfirfara úrlausnirnar og úrskurđa verđlaunavísur.

         Keppnin var međ tvennu móti. Annars vegar skyldu botnađir fyrripartar en hins vegar ortar vísur um áveđiđ tilefni. Yrkisefnin voru Ţjóđlendumáliđ eđa Hvernig ţingmađur verđur Ómar Ragnarsson?

Ţá var kastađ fram eftirtöldum fyrripörtum:

 

Ţótt ég svelgi sopa víns

suma helgidaga.

 

Vötnin losna úr vetrar dróma,

víđa trosna klakabönd.

 

Hugur flýgur heim á ný

er hćkkar sól og lengir dag.

 

         Verđur hér gefiđ smásýnishorn af ţví sem barst í keppnina. Talsvert kom af góđum vísum en ţađ var eins og verr gengi međ botnana. Sérstaklega gekk illa ađ botna liđugt fyrri hringhenduna:

Ţótt ég svelgi sopa víns.

 

Besti botninn ađ mati dómnefndar hafđi hins vegar ţann galla ađ vera ekki hringhendur eins og fyrri parturinn gaf tilefni til. En hugsunin var snjöll. Ţađ var Sigríđur Ţorleifsdóttir í Hvammi í Svartárdal sem botnađi svo:

 

Ţótt ég svelgi sopa víns

suma helgidaga

er arfleifđ ţessi afa míns

eigi mér til baga.

 

Svo var ţađ fyrriparturinn:

Hugur flýgur heim á ný

er hćkkar sól og lengir dag.

Gunnar Sandholt ályktar:

Ég hygg ţađ stafi helst af ţví

ađ heima er skárra veđurlag.

 

 

Hagyrđingar náđu sér hins vegar vel á strik ađ yrkja um Ómar Ragnarsson, ţ.e. ađ svara spurningunni Hvernig ţingmađur hann yrđi.

 

Rúnar Kristjánssog á Skagaströnd segir:

 

Ađ senda Ómar inn á ţing

orđstír mannsins skađar.

Hrekkjalóma hugsun slyng

hćfir annars stađar.

 

Hilmir Jóhannesson kveđur:

 

Hrjúfum rómi hér ég syng,

ţiđ hafiđ dóm á blađi.

Fari Ómar inn á ţing

er ţađ tómur skađi.

 

Pálmi Jónsson segir:

 

Í landsins gćđum fegurđ finn

og framtíđ glćstra vona.

Elsku besti Ómar minn

ekki láta svona.

 

Hreinn Guđvarđarson hugsar sér ađ flýja af landi brott ţangađ sem menn eru ekki međ neitt umhverfiskjaftćđi:

 

Vorsins ilmur allt í kring,

ástarstjörnur skína,

en komist Ómar inn á ţing

ćtla ég til Kína.

 

Jói í Stapa  hefur svo lokaorđiđ um Ómar:

 

Alţingis á virtum vangi

víst hann mundi eyđa trega.

Međ bakföllum og bćgslagangi

bođar stefnu furđulega.

 

Ţjóđlendumálin gáfu líka af sér nokkrar góđar vísur og fyrsta sýnishorniđ vitnar til ţess er ríkiđ lagđi undir sig landsvćđi sem ţađ var nýlega búiđ ađ selja. Gunnar Oddsson í Flatatungu hefur ţetta ađ segja:

 

Siđgćđiđ nú sígur hratt

sýnir lága tölu

Ekki virđir Árni Matt

eigin jarđa sölu.

 

Pétur Stefánsson í Reykjavík, ćttađur úr Sléttuhlíđinni segir:

 

Mig varđar ei um völl og hlíđ

ţó valdsmenn allar lendur hirđi

Ef óspillt veđur ár og síđ

eignin mín í Skagafirđi.

 

 

Jói í Stapa kveđur:

Riddarar ţingsins, rćtnir flokkar

međ ránum fara ađ bóndans gćđum

Viđ ţurfum lönd ađ verja okkar

međ vöskum hug og penna skćđum.

 

 

Ţá er komiđ ađ ţeim vísum og botni sem dómnefnd mat bestar. Ađ ţessu sinni var ákveđiđ ađ verđlauna tvćr vísur og einn botn. Verđlaunaféđ, krónur 30 ţúsund skiptist ţannig í ţrennt og er lagt til af tryggingafélaginu Sjóvá/Almennar og Sparisjóđi Skagafjarđar. Eiga ţeir ađilar miklar ţakkir skyldar fyrir ađ styrkja svo vel ţessa ţjóđlegu og skemmtilegu íţrótt.

 

 

Reynir Hjörleifsson frá Kimbastöđum átti botninn sem ákveđiđ var ađ verđlauna:

Hugur flýgur heim á ný

er hćkkar sól og lengir dag.

Ćtíđ verđi vćn og hlý

vorsins kveđja og sumarlag.

 

Nokkur vandi reyndist ađ velja verđlaunavísu. Niđurstađan var ađ útnefna tvćr og reyna ekki ađ gera upp á milli ţeirra: Önnur svarar spurningunni um hvernig ţingmađur Ómar Ragnarsson yrđi. Gunnari Sandholt finnst hugmyndin reyndar svo fáránleg ađ varla ţurfi orđum ađ henni ađ eyđa:

 

Ţessu undir stól ég sting,

stóru orđin spara,

Ómar hann kemst ekki á ţing

og engu ţarf ađ svara.

 

Hin fjallar um ţjóđlendumálin. Og ţar varđ Hilmir Jóhannesson hlutskarpastur ađ mati dómnefndar:

 

Ríkiđ vel nú rćnir sér,

rökin tel ég hćpin

ef ţeir stela undan mér

án ţess fela glćpinn.

 

 Höfundum er ţökkuđ ţátttakan, fyrir ţeirra hlut ađ halda uppi merki lausavísunnar til gagns og gamans.

 

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077