Úrslit í Vísnakeppni 2002

,,Alltaf fagnar ţjóđin ţví, ţegar fer ađ hlýna.”

 

Vísnakeppni í sćluviku áriđ 2002

 

Í áttunda sinn efndi Safnahúsiđ til vísnakeppni í upphafi nýliđinnar sćluviku og má segja ađ ţađ sé orđin góđ og gild hefđ ađ kynna úrslit keppninnar viđ setningu sćluvikunnar sem fram fór í Safnahúsinu sunnudaginn 28. apríl. En keppnin á sér raunar lengri sögu, alls aldarfjórđungslanga, og ţađ er e.t.v. ekki úr vegi ađ rifja upp hvernig hún er til komin.

         Upphafsmanninn má telja Magnús Bjarnason kennara á Sauđárkróki sem lést hinn 19. nóvember 1975. Eftir ađ Hérađsskjalasafn Skagfirđinga var opnađ í Safnahúsinu á öndverđu ári 1972 gerđist Magnús fastagestur ţar. Međal áhugamála hans voru kveđskapur og vísnagerđ og hann var mađur sem lét athafnir fylgja orđum til ađ koma hugsjónum sínum í framkvćmd. Kristmundur Bjarnason, ţáverandi skjalavörđur, segir svo frá:  ,,Fimmtudaginn 13. mars 1975 kom Magnús í safniđ ađ vanda. Hann skákađi til mín bréfi, sem ég lagđi til hliđar án ţess ađ opna, taldi ţetta einhverja fyrirspurn sem hann hefđi veriđ beđinn fyrir. Ég tók Magnús tali. Hann var brennandi í andanum sem endranćr. Loks ýjađi hann ađ ţví, hvort ég ćtlađi ekki ađ opna seđilinn, og gerđi ég ţađ. Upp úr umslaginu dró ég bankabók međ hálfrar milljónar króna gjöf til Hérađsskjalasafnsins. Gefandi var Magnús Bjarnason. Ţegar ég ţakkađi rausnina sagđi hann nćrri ţví afundinn: Ţetta er ekki umtalsvert. Hvađ hef ég svosem ađ gera međ peninga? Ég er bara ađ ţakka fyrir mig. Ég vissi ţađ ekki fyrr en eftir lát hans ađ hann átti afmćli ţennan dag.”

         Í gjafabréfinu var tekiđ fram ađ stofna ćtti sjóđ undir umsjón stjórnar safnsins sem árlega skyldi láta fara fram vísnakeppni í hérađinu. Yrđi í fyrsta lagi verđlaunuđ besta vísan sem bćrist og í öđru lagi skyldu menn beđnir ađ botna fyrriparta og höfundi besta botnsins veitt verđlaun.

         Kristmundur heldur áfram frásögn sinni: ,,Ţađ kom í minn hlut ađ undirbúa vísnakeppnina međ Magnúsi og rćđa framtíđarskipulag hennar. Hinn 19. nóvember 1975 var í ráđi ađ ganga endanlega frá fyrirkomulaginu. Sjálfsagt ţótti ađ Magnús réđi tilhögun allri, en ţar kaus hann ađ hafa samráđ viđ stjórnina. Nokkrum klukkustundum áđur en fundur átti ađ hefjast töluđum viđ saman í síma og rćddum ,,vísnamálin”, ţá sem oftar. Hann var hress í anda eins og endranćr, hlakkađi til ađ ganga frá ţessu máli. Fundur átti ađ hefjast kl 8. Okkur talađist svo til ađ hann kćmi um níuleytiđ er önnur fundarmál hefđi veriđ rćdd.

         Magnús hélt heiman ađ frá sér um hálfníu og gekk ađ vanda hratt suđur götu. En hann komst ekki á leiđarenda. Dauđinn beiđ hans á gatnamótum, nokkur fótmál frá Safnahúsinu ţar sem hann hneig niđur örendur.

         Ţađ kom ţví í hlut stjórnar Safnahússins ađ ganga endanlega frá fyrirkomulagi vísnakeppninnar og stofna sjóđinn sem hlaut nafniđ Menningarsjóđur Magnúsar Bjarnasonar.

         Í framhaldi af ţessu hóf Safnahúsiđ útgáfu rits sem hlaut nafniđ Safnamál og styrkti sjóđurinn útgáfuna. Ţar var fariđ á flot međ vísnakeppnina og ţáttaka allgóđ í fyrstu en dalađi síđar. Fyrsta hefti tímaritsins kom út áriđ 1977 en 18. og síđasta hefti Safnamála kom 1994 og eftir ţađ var ţessi vísnakeppni vakin á nýjan leik međ ţeim hćtti sem nú er á hafđur. Ţannig má segja ađ enn séum viđ ađ erja ţann garđ sem Magnús Bjarnason vildi rćkta en örlög sjóđsins hafa hins vegar orđiđ sem margra annarra ađ gjaldmiđils-breyting og verđbólga átu hann upp ađ verulegu leyti svo ađ hann er nú nćsta lítils megnugur orđinn.

         En ađ ţessum langa formála lesnum er viđ hćfi ađ snúa sér ađ líđandi stund, fara dálítiđ yfir vísurnar og kynna úrslit keppninnar ađ ţessu sinni.

         Keppnin var tvíţćtt eins og áđur. Annars vegar var beđiđ um vísu ţar sem yrkisefniđ skyldi vera Tindastóll, en hins vegar botna viđ ţrjá fyrriparta sem birtir voru í Feyki fyrir nokkru. Um fyrripartana er ţađ eitt ađ segja, ţeir voru gerđir á leiđinni frá Sauđárkróki til Reykjavíkur sunnudaginn 7. apríl s.l. Dómnefndin sat ađ störfum föstudagskvöldiđ 26. apríl. Í henni voru Björn Björnsson skólastjóri og Hjalti Pálsson ritstjóri Byggđasögu skipađir af Unnari forstöđumanni

         Eins og undanfarin ár gaf Sauđárkróksumbođ Sjóvá-Almennra trygginga verđlaun til ţessarar keppni og hefur Ingimar Jóhannsson umbođsmađur sýnt ţessu framtaki mikinn áhuga. Verđlaun voru 20.000 krónur sem skiptust í tvennt.

         Ţátttaka var nú heldur međ minna móti. Alls sendu 17 ađilar inn vísur og botna í keppnina en bréfin voru nokkru fleiri ţví ađ sumir voru lúmskir og sendu inn lausnir undir fleiri en einu dulnefni. Margir ţeirra eru fastir viđskiptavinir keppninnar ef svo má segja en nokkrir nýir sendu okkur líka stuđlamál sín og hjálpa ţannig til ađ gera ţessa skemmtun lifandi og mögulega. Alls bárust 53 botnar, en 21 heil vísa um Tindastól. Verulegur hluti ţessa var góđar vísur og botnar svo ađ dómnefnd komst í nokkurn vanda. En alltaf var fundin einhver niđurstađa og skal nú gefiđ nokkurt yfirlit um kveđskapinn.

         Fyrripartarnir voru ţrír ađ ţessu sinni, misjafnlega erfiđir viđfangs, en sumir leystu verkefnin međ prýđi:

 

Blessađ voriđ brátt á ný

bođar komu sína.

Alltaf fagnar ţjóđin ţví

ţegar fer ađ hlýna.

         Ţannig botnar Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd.

 

Eflist ţoriđ okkar ţví

áhrif vetrar dvína.

         Pálmi Jónsson á Sauđárkróki.

                  

Sólarrođin sumarský

svífa, glitra , skína.

 Óttar Skjóldal í Enni.

 

Léttir vetri, veđur hlý

verma sálu mína.

         Kristján Runólfsson, Sauđárkróki.

 

Sólin yljar borg og bý,

bú og konu mína.

         Alfređ Guđmundsson, Sauđárkróki.

 

Angar hagi og ástin hlý

eins og blóm mun skína.

         Gunnţór Guđmundsson, Hvammstanga.

 

 

Annar fyrripartur var um Karlakórinn Heimi og ţurfti nú ađ grípa til hringhendunnar:

 

Heimir blíđan söngvaseiđ

syngur ţýđum rómi.

Um heiminn víđan varđar leiđ,

vorrar tíđar sómi

Reynir Hjörleifsson frá Kimbastöđum.

 

Um heiminn víđa leggur leiđ,

landsins prýđi og sómi.

         Kristján Árnason, Skálá.

 

Frćgur víđa leggur leiđ,

landsins prýđi og sómi

Engilráđ Sigurđardóttir á Sauđárkróki

 

Á hann hlýđa er engin neyđ

allra ađ lýđa dómi.

         Ţannig botnar Egill Helgason, Sauđárkróki og svo einkennilega vildi til ađ botn Óttars Skjóldals í Enni var nánast alveg eins:

 

Á ađ hlýđa er engin neyđ

ađ allra lýđa dómi.

 

En Hreinn Guđvarđarson á Sauđárkróki er gagnrýnni og ekki jafn hugfanginn:

 

Oft á tíđum út úr neyđ

ađ allra lýđa dómi.

 

 

Loks var ţriđji parturinn og var hann erfiđastur en ţó voru nokkrir sem komust vel frá honum. Hann er kveđinn undir oddhendum hćtti:

 

Lifnar jörđ um laut og börđ,

linnir hörđum vetri.

Fjallaskörđ af guđi gjörđ,

gjöra fjörđinn betri.

Einar Kolbeinsson í Bólstađarhlíđ

 

Dreifist hjörđ um dali og skörđ,

dagar gjörđust betri.

Egill Helgason á Sauđárkróki.

 

Grćnkar svörđur, grund og skörđ

gjöra fjörđinn betri.

         Skarphéđinn Ásbjörnsson, Bólstađ.

 

 

Blóm í görđum fegra fjörđ,

finnst ein gjörđin betri.

         Alfređ Guđmundsson, Sauđárkróki.

 

         Tindastóllinn er eitt ađ höfuđdjásnum Skagafjarđar og hefur ótölulegur fjöldi vísna veriđ um hann kveđinn. Hann varđ enn fyrir valinu sem yrkisefni og bárust margar góđar vísur um hann. Lítum á nokkur sýnishorn:

 

Tignarlegan Tindastól

títt hef augum litiđ.

Enda viđ mitt ćttarból

og upphóf ég ţar stritiđ.

         Eyjólfur Sveinsson frá Ingveldarstöđum.

 

Nú Tindastóllinn tígulegur skartar

öllum tindum sínum, fagur er ađ sjá.

Allar vćntingar til vorsins eru bjartar

og vekja í brjóstum okkar heita ţrá.

         Ásta Ragnarsdóttir, Sauđárkróki.

 

Hvasst ţó vindi á hverju bóli,

hvíni um strindi nćr og fjćr.

Yfir Tinda stórum stóli

stjörnumyndin ljómar skćr.

         Rúnar Kristjánsson, Skagaströnd.

 

Beinir hvassri bjargarún

beint ađ Ćgisfaldi gráum.

En ilmur dala og iđgrćn tún

una í vari af tindum háum.

Svona kveđur brottfluttur Skagfirđingur alinn upp í nágrenni Tindastóls: Guđríđur B. Helgadóttir í Austurhlíđ í Blöndudal.

 

Morgunsólar miklu bogar

mót hans fangi líđa hljótt.

Á kvöldin Stólsins kyngi logar,

kyssir Drangey góđa nótt.

         Skafti Ásbjörnsson, Bólstađ

 

Ţađ er hins vegar kaldara tíđarfar sem birtist okkur í nćstu vísu:

Norpar sól viđ Norđurpól,

nístir gjóla dal og hól,

títt um njólu úr Tindastól

tölta jólasveinafól.

         Engilráđ Sigurđardóttir á Sauđárkróki.

 

En svo er spurningin til hvers á ađ nota ţetta ágćta fjall. Ţađ hugleiđir Hreinn Guđvarđarson á Sauđárkróki.

 

Stóllinn er fagur af fjöllum í kring,

fegurstan mundi ég telj´ann.

Á fjölmörgum sviđum hiđ ţarfasta ţing

svo ţví skyldum viđ ekki selj´ann.

 

         Skal ţá láta lokiđ sýnishornum af ţeim kveđskap sem kom til keppninnar. Af ţeim má sjá margar skemmtilegar vísur. En nú er komiđ ađ rúsínunum í pylsuendanum, hverjir urđu hinir útvöldu.

         Viđ byrjum á besta botninum. Dómnefnd var einhuga um valiđ á honum:

Lifnar jörđ um laut og börđ,

linnir hörđum vetri

Báru örđur fleyga fjörđ

fagurgjörđu letri.

Nafn höfundar ćtti ekki ađ koma á óvart. Hann hefur nánast veriđ áskrifandi ađ verđlaunum í ţessari vísnakeppni undanfarin ár. -- En mađurinn er bara svona snjall. -- Ţetta er enginn annar en Kristján Árnason frá Skálá.

        

         Ţá er ađ láta uppskátt um bestu Tindastólsvísuna. Nú komst dómnefndin í alvarlegan vanda, ţví sannast ađ segja var erfitt ađ velja á milli. En eftir ađ hafa slegiđ skons og athugađ alla punktana eins og Gísli á Gvendarstöđum sagđi ţegar hann vildi gera sig merkilegan ţá urđum viđ sćmilega sáttir um niđurstöđuna:

 

Dýrleg jörđ af guđi gjörđ

geymir svörđinn fríđan.

Stendur vörđ um fagran fjörđ

fjallaskörđin prýđ´ann.

        

Höfundurinn kallađi sig Max. Ţegar umslagiđ međ nafni hans var opnađ kom í ljós nafniđ Einar Kolbeinsson í Bólstađahlíđ

        

 

         Kristján Árnason, annar verđlaunahafinn, er Borgfirđingur ađ ćtt og uppeldi en hefur búiđ á Skálá í Sléttuhlíđ um aldarfjórđungsskeiđ og hefur bara líkađ vel. Hann stakk vísu ađ undirrituđum ţegar kynnt voru úrslitin.

        

         Heill ţér skálda og hesta sveit,       

         hér er gott ađ vera.

         Söngvar hljóma úr hverjum reit,

         huga á vćngjum bera.

 

Ţótt fćrri iđki nú vísnagerđ en áđur var eru samt margir sem hafa gaman af vísnaleik og ţessi viđleitni Safnahússins er liđur í ađ viđhalda hinni gömlu ţjóđaríţrótt í međferđ ríms og stuđla. Viđ Íslendingar erum nú eina ţjóđin eftir í heiminum svo ađ ég viti sem yrkir međ ţessum hćtti.

Ég vil svo ađ endingu ţakka öllum ţátttakendum fyrir ţeirra hlut og vonandi mćtum viđ aftur til leiks ađ ári.

 

                                                        Hjalti Pálsson.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077