Úrslit í Vísnakeppni 1999

,,Ađ steypa ljóđ í stuđlamáli"

 

Kveđskapur úr vísnakeppni í sćluviku 1999

 

         Í syndaflóđi af sviknu prjáli

         sónar glóđ er ekki köld.

         Ađ steypa ljóđ í stuđlamáli

         stundar ţjóđin nćstu öld.

 

Ţannig heilsar Kristján Árnason á Skálá sćluvikunni, sem hófst međ stuttri opnunardagskrá í Safnahúsinu á Sauđárkróki kl. 14 sunnudaginn 25. apríl s.l. Ţá var höfđ stutt dagskrá ţar sem Snorri Björn Sigurđsson sveitarstjóri setti sćluvikuna, kunngerđ voru úrslit í vísnakeppni Safnahússins áriđ 1999, Bragi Haraldsson las upp stutta ćskuminningu eftir Sölva Sveinsson og loks opnuđ myndlistarsýning Gústavs Geirs Bollasonar, sem búsettur er á Hofsósi.

         Ćtlunin er ađ gera hér stutta grein fyrir vísnakeppninni og birta nokkurt sýnishorn af ţeim kveđskap sem barst í keppnina. Hún var nú haldin í fimmta sinn og ţátttaka svipuđ og í fyrra. Alls bárust 24 bréf međ vísum og botnum, en fáeinir sendu reyndar undir tveim dulnefnum, svo ađ ţátttakendur urđu í raun ađeins um 20 talsins.

         Enn sem fyrr var ţađ Ingimar Jóhannsson fyrir hönd Sauđárkróksumbođs Sjóvá/almennra, sem veitti peningaverđlaun. Ţau voru 10.000 krónur fyrir besta botninn og ađrar 10.000 krónur fyrir bestu kosningavísuna, en ađ ţessu sinni skiptu tveir međ sér viđurkenningu fyrir kosningavísuna og hlutu 5.000 krónur hvor. Auk ţess gaf Sögufélag Skagfirđinga bókaviđurkenningu fyrir góđa botna og vísu.

         Í dómnefnd voru forstöđumađur Safnahússins og Kristján Runólfsson og fóru ţeir yfir vísurnar föstudagskvöldiđ fyrir sćluviku. Ekki var sérlega auđvelt ađ velja á milli, en ađ lokum urđu dómarar vel sáttir á niđurstöđuna, eftir ađ hafa slegiđ skons og athugađ alla punktana, eins og Gísli gamli á Gvendarstöđum orđađi ţađ ţegar hann vildi gera sig merkilegan.

         Keppnin var tvíţćtt. Annars vegar skyldi yrkja um mál málanna, komandi kosningar, sem nú eru reyndar yfirstađnar. Hins vegar átti ađ botna ţrjá fyrriparta. Ţeir voru eftirtaldir:

 

         Huldar vćttir vorsins senn

         vekja líf úr dvala.

 

         Ef mig langar eina stund

         upp í fang á svanna/eđa manni (eftir ţví hvađ viđ átti).

 

         Út á lífiđ mey og mann

         mikiđ langar stundum

        

 

         Kristján Árnason á Skálá botnađi:

 

         Huldar vćttir vorsins senn

         vekja líf úr dvala.

         Lífsins máttur lćtur enn

         lindir ţíđar hjala.

 

         Pálmi Jónsson á Sauđárkróki botnar sama fyrripart:

 

         Blessuđ sólin signir enn

         sćinn holt og bala.

 

         En Edda Vilhjálmsdóttir hefur ţennan botn:

 

         Ţegar sólin sveipar enn

         silfri um grund og bala.

 

         Egill Helgason á Sauđárkróki:

 

         Dásama ţađ dýr og menn

         og draumsóley á bala.

 

         Stefán Guđmundsson á Sauđárkróki kveđur:

 

         Og verma ţá sem eiga enn

         ást til blárra dala.

 

 

         Marteinn Steinsson botnar nćsta fyrripart:

 

         Út á lífiđ mey og mann

         mikiđ langar stundum.

         Ólánsţráđinn einatt spann

         ást á skyndifundum.

        

         Guđrún Jónína Magnúsdóttir á Akureyri botnar:

 

         Sćluvika seiđa kann

         Sauđárkróks á grundum.

 

         Gunnar Gunnarsson í Syđra-Vallholti:

 

         Verđur ekki ađ vakta ţann,

         sem viđsjáll reynist sprundum.

 

         Kristján á Skálá botnar einnig ţriđja fyrripart:

 

         Ef mig langar eina stund

         upp í fang á svanna.

         Lífsins angan örvar fund

         eđlisgangverkanna.

 

         Hilmir Jóhannesson orđar ţannig:

 

         Létt er ganga á lastafund

         lögin strangt ţó banna.

 

         Engilráđ Sigurđardóttir á Sauđárkróki botnar:

 

         Eins er víst á alla lund

         ađstćđur ţađ banni.

 

 

         Hreinn Guđvarđarson á Sauđárkróki yrkir svo um kosningarnar:

 

         Pólitíkin gengur glatt,

         gjarnan vil ég mönnum trúa.

         En ef ţessi segir satt,

         sýnast allir hinir ljúga.

 

         Sverrir Magnússon í Efra-Ási segir ţetta:

 

         Ađ kosningum líđur nú sjáum viđ sviđiđ

         og sýndarmennsku á ţví.

         Ađ orđ skuli standa löngu er liđiđ

         og liggur nú fyrir bý.

 

         Marteinn Friđriksson frá Sauđárkróki yrkir um prófkjöriđ fyrir kosningarnar:

 

         Jón á Hólum bođorđ braut,

         blekkti Önnu Stínu.

         Siglfirđingar gamlan graut

         gerđu úr mjöli sínu.

 

         Eins og áđur var drepiđ á var ekki auđvelt ađ ákveđa, hverjir skyldu hljóta verđlaun en hverjir ekki. Varđ sú niđurstađa ađ veita ţrenn aukaverđlaun í bókarformi. Sögufélag Skagfirđinga lagđi til viđurkenningar bókina Gengnar götur, sem er úrval fróđleiksţátta eftir Björn Egilsson á Sveinsstöđum, sem nýlega er látinn í hárri elli, en bókina gaf félagiđ út á nírćđisafmćli hans áriđ 1995.

         Ákveđiđ var ađ veita bókaviđurkenningu fyrir eftirtalda botna og vísu:

         Árni Gunnarsson frá Flatatungu mismćlti sig í útvarpsţćtti eftir prófkjöriđ og Marteinn Friđriksson frá Sauđárkróki lagđi út af ţví:

 

         Íslensku gerđu ţeir ágćt skil,

         er í réttunum fullir sungu,

         en ,,mig hlakkar afar mikiđ til"

         mun vera dćmi um flata tungu.

 

         Jón Gissurarson í Víđimýrarseli hlaut einnig bókaviđurkenningu fyrir botn:

 

         Út á lífiđ mey og mann

         mikiđ langar stundum

         Ýmsar finna unnustann

         á ţeim skyndifundum.

 

         Loks ţótti maklegt ađ veita viđurkenningu fyrir botn Gríms Gíslasonar á Blönduósi:

        

         Ef mig langar eina stund

         upp í fang á manni.

         Einmitt ţangađ í ţann mund

         annar sprangar svanni.

 

         Og ţá er komiđ ađ verđlaunavísunum.

         Ţar komst á pallinn höfundur, sem viđ höfum séđ hér áđur og er nánast orđinn fastur áskrifandi ađ peningaverđlaunum í ţessari keppni, en dómendur voru sammála um ađ ţetta vćri besti botninn. Fleiri botnar á sama blađi voru líka áberandi góđir, svo ţađ var ekki spurning, ađ ţessi höfundur skyldi fá verđlaunin fyrir besta botninn:

 

         Út á lífiđ mey og mann

         mikiđ langar stundum.

         En höggorm margur fyrir fann

         í fögrum Edenslundum.

        

         Og ţegar umslagiđ međ dulnefninu var opnađ kom upp kunnuglegt nafn: Kristján Árnason á Skálá. Sauđárkróksumbođ Sjóvá/Almennra veitti honum peningaverđlaun kr., 10.000 fyrir ţennan botn.

         En ţađ reyndist snúnara međ kosningavísurnar og erfiđara ađ finna ţar hiđ feitasta á stykkinu. Engin vísan ţótti bera af á afgerandi hátt, svo ađ niđurstađan varđ sú, ađ skipta verđlaununum milli tveggja, eins og stundum hefur áđur veriđ gert og hlaut ţví hvor vísnahöfundur 5.000 krónur. En ţađ skal tekiđ fram ađ ákvörđun dómnefndar um verđlaun fyrir fyrri vísuna stjórnađist ekki af illkvittni í garđ ţess frambjóđanda, sem ţar er ort um, heldur ţótti vel ađ orđi komist. Höfundur vísunnar var Sigurjón Runólfsson frá Dýrfinnustöđum.

 

         Samfylkingar brölt og baks

         bitn'ađi á ţegni vćnum.

         Kappinn fór úr flokknum strax

         og fékk sér pláss hjá ,,Grćnum."

 

         Seinni kosningavísan, sem ákveđiđ var ađ verđlauna, fjallar um lítilmagnann, sem hinir gráđugu frambjóđendur sćkjast svo mjög eftir fyrir kosningarnar, en innsiglar örlög sín međ krossinum á kjörseđlinum. Höfundurinn reyndist vera Hilmir Jóhannesson á Sauđárkróki.

 

         Ţeir bjóđa hátt í bjálfann mig,

         sem er broslega lítill fengur.

         En menn verđa ađ krossfesta sjálfan sig

         á seđilinn eins og gengur.

 

         Ađ lokum vil ég fyrir hönd Safnahúss Skagfirđinga ţakka öllum, sem ţátt tóku í ţessu vísnagamni og Ingimar Jóhannssyni og Sjóvá/Almennum fyrir verđlaunaféđ. Viđ mćtum vonandi aftur til leiks ađ ári.

 

                                                                  Hjalti Pálsson.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077