Úrslit í Vísnakeppni 1998

,,Sćludagar ganga í garđ"

 

 

Kveđskapur úr vísnakeppni í sćluviku 1998

 

            Sćludagar ganga í garđ,

            gróa hagar jarđar.

            Mótar brag og myndar arđ

            menning Skagafjarđar.

 

Ţannig heilsar Kristján Árnason á Skálá sćluvikunni, sem hófst međ stuttri opnunardagskrá í Safnahúsinu á Sauđárkróki sunnudaginn 26. apríl s.l. Ţá voru kunngerđ úrslit í vísnakeppni Safnahússins áriđ 1998 og um leiđ opnuđ sýning á trélistaverkum heimamanna í Skagafirđi, sem kalla sig Trélist á Sauđárkróki. Góđur hópur fólks kom til ţessarar opnunar og hlýddi á ţegar Björn Björnsson skólastjóri kynnti niđurstöđurnar. Ingimar Jóhannsson umbođsmađur Sjóvá/Almennra á Sauđárkróki veitti nú sem fyrr peningaverđlaun fyrir bestu vísuna og besta botninn. Verđlaunin voru 10.000 krónur fyrir bestu vísuna og ađrar 10.000 krónur fyrir besta botninn, en ađ ţessu sinni skiptu tveir međ sér viđurkenningu fyrir botna.

            Keppnin var nú haldin í fjórđa sinn og ţátttaka svipuđ og í fyrra. 23 sendu inn vísur og botna og alls bárust rúmlega 80 botnar, en um 30 heilar vísur. Keppnin var tvíţćtt. Annars vegar var beđiđ um vísu um ţađ mál sem einna hćst hefur boriđ í umrćđunni síđustu vikurnar, ţ.e. bankalaxinn. Hins vegar átti ađ botna nokkra fyrriparta.

            Margar liprar vísur bárust og botnar og verđur nú gefiđ nokkurt yfirlit um kveđskapinn.

            Fyrripartarnir voru fimm ađ ţessu sinni, ţar sem hagyrđingum gafst kostur á ađ láta í ljósi álit sitt um hvert hinna ţriggja frambođa í Skagafirđi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Auk ţess voru tveir fyrripartar, ţar sem látiđ var reyna frekar á rímsnilldina.

 

 

            Um frambođsmálin höfđu menn ţetta ađ segja:

 

            Skagafjarđarframbođiđ

            fer ađ sumra vonum.

 

Pálmi Jónsson á Sauđárkróki:

            Enda lendir erfiđiđ

            allt á sómakonum.

 

Sigurjón Runólfsson frá Dýrfinnustöđum:

            Alveg virđist eingefiđ

            ađ ţađ henti konum.

 

Bjarni Ásgrímur Jóhannsson, Víđilundi:

            vćntir ţess ađ vinstra liđ

            valdi málefnonum.

 

Haukur Hafstađ, Hávík:

            og segja ţeirra sóknarliđ

            setiđ röskum konum.

 

Jón Gissurarson, Víđimýrarseli:

            Úrslitin ţó eigum viđ

            undir kosningonum.

 

Sjálfstćđisflokknum var tileinkađur ţessi fyrripartur:

            Kandidata kynnir sína

            kristilega íhaldiđ.

 

Eyjólfur Ţór Ţórarinsson botnar:

            Klerkar fjarđar tölu týna,

            tel ţá vanta úthaldiđ.

 

Hilmir Jóhannesson botnar:

            Ţađ má vera ţraut og pína

            ađ ţjóna viđ hiđ gullna hliđ.

 

Ingvar Sighvats, Sauđárkróki:

            Prestur lćtur ljósiđ skína,

            lokar svo á syndagjaldiđ.

 

Í ţriđja lagi fékk Framsóknarframbođiđ ţennan fyrripart:

 

Framsóknar löng var frambođsraun,

sér fórnađi Stefán ađ lokum.

 

Egill Helgason botnar:

            Nú berja sér margir og blása í kaun

            í bálhvössum kosningarokum.

 

Pálmi Jónsson botnar:

            Alţingismađur međ ágćtislaun,

            en andagiftin á ţrotum.

 

Hilmir Jóhannesson, Sauđárkróki

            Ţeir fá vesöl verkalaun,

            sem villast lengi í ţokum.

 

Síđan voru fram bornir tveir fyrripartar hringhendir, ţar sem menn fengu ađ reyna meira á rímsnilldina. Hinn fyrri var á ţessa leiđ:

 

Hitnar blóđ og léttist lund,

lifnar óđar glóđin.

 

Marteinn Steinsson, Sauđárkróki:

            Víniđ góđa vermir hrund

            vel um hljóđa nćturstund.

 

Pálmi Runólfsson, Sauđárkróki:

            Oft hefur ţjóđ á ögurstund

            eignast góđu ljóđin.

 

 

Grímur Gíslason, Blönduósi:

            Eigi ég hljóđur eina stund

            oft ţá bjóđast fljóđin.

 

Seinni hringhendufyrriparturinn var svona:

 

            Oft um nćtur ungir menn

            ákaft gćta ađ konum.

 

Pálmi Runólfsson, Sauđárkróki:

            Heimasćtur eru enn

            eftirlćti ađ vonum.

 

Hreinn Guđvarđarson, Sauđárkróki:

            og vonir rćtast eflaust enn

            hjá Evudćtra sonum.

 

Gísli Kristjánsson, Sauđárkróki:

            Einnig geta gamlir menn

            gáđ međ björtum vonum.

 

 

 

 

Margar vísur komu um laxinn og bankastjórana:

 

            Kristján Árnason, Skálá sendi eftirfarandi Laxíusálm:

Sjáđu hér dćmiđ sála mín

svo megir af ţví lćra.

Eilífa varđar vítis pín

villta laxa ađ sćra

 

Svo ađ viđ hinir fengjum friđ

forhertir syndararnir.

Á krossunum héngu hliđ viđ hliđ

Halldór og rćningjarnir.

 

Hilmir Jóhannesson á Sauđárkróki hefđi ţetta ađ segja:

Sverrir baksar fyrir Finn,

frekar vaxa leiđindin,

fer ţví strax ađ fela sinn

ferđa- laxa- reikninginn.

           

Sigurjón Runólfsson frá Dýrfinnustöđum lagđi líka orđ í belg:

Vín á kúta í veislum fengu,

víxla út úr banka slá,

drykkjurútar glađir gengu

greitt í Hrútafjarđará.

 

 

Bjarni Á. Jóhannsson í Víđilundi:

Sjáiđ hvernig sćllífiđ

sífellt er ađ vaxa.

Á betri stöđum borđum viđ

bankastjóralaxa

 

 

Gunnar Rögnvaldsson á Hólum fann líka sína skýringu:

Jóhönnu tókst úr glćđunum ađ gera

gríđarbál, sem kulnar ekki strax.

Öfund tel ég ástćđuna vera,

ţví enginn vildi bjóđa henni í lax.

 

Ţá er komiđ ađ rúsínunum í pylsuendanum, ţeirri vísu og botnum sem hlutu náđ fyrir augum dómnefndar ađ ţessu sinni, en slíkt hlýtur alltaf ađ verđa einstaklingsbundiđ matsatriđi hvađa vísa teljist best.

            Tveir botnar hlutu nú verđlaunin, 5000 krónur hvor. Hinn fyrri átti Hreinn Guđvarđarson á Sauđárkróki:

 

            Hitnar blóđ og léttist lund,

            lifnar óđar glóđin.

            Ef mér bjóđa á sinn fund

            ćskurjóđu fljóđin.

 

            Seinni verđlaunabotninn átti Jón Gissurarson í Víđimýrarseli:

           

            Oft um nćtur ungir menn

            ákaft gćta ađ konum.

            Heimasćtur eru enn

            eftirlćti ađ vonum.

 

            Jón ţakkađi síđan fyrir sig međ eftirfarandi vísu, ţegar hann tók viđ sinni viđurkenningu:

            Burtu víkur vetrar harmir

            von í hjarta lifna finn,

            ţegar vorsins blíđi barmur

            breiđist yfir fjörđinn minn.

 

Ađ mati dómnefndar átti Lurkur snjöllustu vísuna. Ţótt hún sé ekki fullkomin ađ byggingu, ţá er efniđ hnitmiđađ. Ţegar umslagiđ međ dulnefninu var opnađ kom í ljós ađ höfundurinn var Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Hjaltadal:

 

            Laxamáliđ lengi treinist,

            ljúft er ađ halda á spjótinu.

            Sá yđar er syndlaus reynist

            ađ sjálfsögđu kastar grjótinu.

 

Ţetta sýnishorn úr kveđskap í vísnakeppni Safnahússins og  Sjóvá/Almennra verđur látiđ nćgja ađ sinni. Ég vil fyrir hönd ađstandenda keppninnar ţakka öllum heilshugar ţátttökuna og má af ţessu sjá, ađ "blessuđ vísan lifir enn", eins og Kristján á Skálá komst ađ orđi fyrir fyrir nokkrum árum.

 

                                                                                                          Hjalti Pálsson.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077