Úrslit í Vísnakeppni 1996

Vísnakeppni í Sćluviku 1996

 

Safnahús Skagfirđinga gekkst fyrir vísnakeppni í Sćluviku eins og á seinasta ári og voru úrslit keppninnar kynnt viđ setningarathöfn Sćluvikunnar í Safnahúsinu sunnudaginn 28. apríl s.l.

         Ađ ţessu sinni  varđ ţátttaka reyndar hálfu minni en á seinasta ári, en samt sendu 20 hagyrđingar inn vísur og botna í keppnina. Ţar kann nokkru ađ hafa valdiđ, ađ einungis gafst vikufrestur til ađ skila inn kveđskap.

         Fyrirkomulag var međ sama sniđi og fyrra ár. Hagyrđingar voru beđnir ađ yrkja vísu um tiltekiđ efni, ađ ţessu sinni forsetaframbođiđ, síđan ađ botna ţrjá fyrriparta. Veitt voru 10.000 króna peningarverđlaun fyrir besta vísubotninn, ađ mati dómnefndar, en síđan veitti Sögufélag Skagfirđinga bókaverđlaun ţremur öđrum höfundum fyrir botna og forsetavísu.

         Skal nú birta hér sýnishorn af svörum ţeim er bárust og fyrst skođa hvernig menn botnuđu fyrripart númer eitt:

 

         Voriđ tekur völdin senn,

         vakna blóm af dvala.

 

Elsa Sigurjónsdóttir á Sauđárkróki botnar:

 

         Um sćluviku sína enn

         Sauđkrćkingar tala.

 

 

Ingvar Sighvats á Sauđárkróki botnar:

 

         Sólin geisla sína enn

         sendir inn til dala.

 

Marteinn Steinsson á Sauđárkróki botnar:

 

         Ţá friđsćl kvöld viđ finnum enn

         og fossahljóm til dala.

 

Páll H. Gunnlaugsson frá Nesi í Flókadal botnar:

 

         Grös í hlíđum gróa enn,

         á grundum lćkir hjala.

 

Nćsti fyrripartur var međ innrími og ţví ćtlast til ađ fá út hringhendu. Og menn urđu ótrúlega ,vífnir' ţegar ţeir hugsuđu til sćluvikunnar:

 

         Sjá má blika á syndir lífs

         í sćluviku gleđi.

 

Friđrik Friđriksson á Sauđárkróki botnar:

 

         Frí viđ hik á fundi vífs

         frískur stika ađ beđi.

 

Gunnţór Guđmundsson á Hvammstanga botnar:

 

         Sporlétt stika vinir vífs

         í vímu og kviku geđi.

 

Pálmi Jónsson á Sauđárkróki botnar:

 

         Ei má hika í örmum vífs,

         ađeins hnika beđi.

 

Jón H. Arnljótsson á Ytri-Mćlifellsá greip til kenninga. Dómnefndarmenn komust ekki nógu djúpt í hugleiđingum sínum til ađ skilgreina karlmannskenninguna ausu lykill, en urđu mjög hreyknir, ţegar ţeir áttuđu sig á ţví, ađ sú sem örvar hnífinn hlýtur ađ vera fiskvinnslukona.

 

         Ausu lykill, örvu hnífs

         upp ađ hnikar beđi.

 

Jón Gissurarson í Víđimýrarseli botnar:

 

         Ástin kvik og varir vífs

         veilu hnika geđi.

 

 

Ţriđji fyrriparturinn var sýnu erfiđastur, oddhend hringhenda og endarímsorđiđ ,tćmast' bauđ ekki upp á mikla fjölbreytni. Nokkrir komust ţó vel frá ţessu, en margir lentu í ţví ađ ,klćmast:'

 

         Ţegar dvínar gleđi og grín,

         glös međ víni tćmast.

 

Alfređ Guđmundsson á Sauđárkróki botnar:

 

         Baugahlínu bros til mín

         býsna fín ţá dćmast.

 

Friđrik Friđriksson á Sauđárkróki botnar svo:

 

         Drengjum fínum daprast sýn,

         dugs af línu flćmast.

 

Hilmir Jóhannesson á Sauđárkróki botnar:

 

         Af greppitrýnum greddan skín,

         gömlu svínin klćmast.

 

Jón Gissurarson í Víđimýrarseli botnar:

 

         Frjáls á dýnu faldalín

         fer viđ svín ađ klćmast.

 

Sigurjón Runólfsson á Dýrfinnustöđum botnar:

 

         Lćt ég skína í leiftursýn

         ljóđin mín og dćmast.

 

 

Loks eru hér nokkur sýnishorn af forsetavísum:

 

Ingibjörg Eysteinsdóttir á Beinakeldu kveđur svo:

 

         Forsetaefnin flykkjast í salinn

         full af andakt og vilja.

         En hver ţeirra ćtli verđi valinn

         vefst fyrir mér ađ skilja.

 

Hilmir Jóhannesson á Sauđárkróki kveđur:

 

         Ţingsins verklag víst ég kann

         vel ađ meta og hrósa.

         Best vćri ţví bissnesmann

         á Bessastađi ađ kjósa.

 

Magnús Ólafsson á Sveinsstöđum kveđur:

 

         Ólafur Ragnar er andskoti klár,

         eflist ađ fylgi í vetur.

         En Davíđ er alveg djöfulli sár

         og dreif ţví frambođ 'ann Pétur.

 

 

Sigurjón Runólfsson á Dýrfinnustöđum kveđur:

 

         Guđrúnar ólmar eggja

         alţjóđ ađ kjósa ţćr.

         Á klofbragđi kannski leggja

         karlarnir báđar tvćr.

 

Ţá er komiđ ađ ţví ađ telja ţćr vísur og botna, sem dómnefnd valdi til sérstakrar viđurkenningar. Ekki ţótti henni vandalaust valiđ, ţví margir fleiri komu til greina og engin von til ađ allir verđi sammála um úrskurđinn, en eftirtaldir botnar ţóttu henni efnislega falla best ađ fyrripörtunum. Höfundar hlutu bókaverđlaun frá Sögufélagi Skagfirđinga:

 

         Voriđ tekur völdin senn,

         vakna blóma af dvala.

         Hćtta er ţó á hretum enn

         međ hreggviđrum og svala.

 

Botninn átti Hafsteinn Steinsson í Reykjavík, ćttađur frá Hrauni á Skaga.

        

         Ţegar dvínar gleđi og grín,

         glös međ víni tćmast.

         Ađ höldar tínist heim til sín

         held ég mínum sćmast.

 

Ţađ var Pálmi Runólfsson frá Hjarđarhaga í Blönduhlíđ, sem átti ţennan botn.

 

Svo var ţađ forsetavísan, sem dómnefnd taldi ađ fćli í sér bestan ,húmor'.

 

         Eitt er núna algilt ţema

         sem allir reyndar vita ađ

         frambođiđ er ei farsćlt nema

         Friđrik og Davíđ blessi ţađ.

 

Loks var sá vísubotn, sem dómnefnd valdi til verđlauna. Hann kom undir dulnefninu ,Gamli' og bak viđ ţađ reyndist vera Kristján Árnason á Skálá í Sléttuhlíđ. Hann fékk reyndar einnig verđlaun í fyrra. Ţađ var Ingimar Jóhannsson fyrir hönd Sjóvá/Almennra, umbođsins á Sauđárkróki, sem gaf verđlaunin, 10.000 krónur.

 

         Sjá má blika á syndir lífs

         í sćluviku gleđi.

         Fylltur bikar fagurs vífs

         fótaskriki réđi.

 

Kristján kvittađi svo fyrir međ vísu, sem hann kallar Skagfirskt vor og stakk ađ okkur, ţegar hann tók viđ verđlaununum:

 

         Ljómar fagurt ljóssins flóđ,

         lyftist hagur jarđar.

         Hljómur bragar glćđir glóđ,

         giftu Skagafjarđar.

        

 

Ađ endingu vil ég fyrir hönd Safnahússins á Sauđárkróki ţakka öllum, sem tóku ţátt í ţessari skemmtan, og vonandi veđur aftur tekinn upp ţráđurinn á nćsta ári.

 

                                                                           Hjalti Pálsson.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077