Kveđskapur úr vísnakeppni í sćluviku 2001

,Ţjóđleg skemmtum ţykir mér/ţessi vísnakeppni."

 

 

Ţjóđleg skemmtun ţykir mér

ţessi vísnakeppni.

En árangurinn oftast fer

eftir stundarheppni.

 

Ţessari vísu renndi Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd í umslagiđ er hann sendi í vísnakeppni Safnahússins ađ ţessu sinni. Var ţađ líklega spásögn eđa ábending til vísnadómaranna um ađ ţađ kynni ađ verđa nokkrum tilviljunum háđ hverjir hlytu náđ fyrir augum ţeirra. Og vissulega reyndist ţađ svo ađ dómurum var nokkur vandi á höndum ađ úrskurđa hver stćđi uppi međ vinninginn. E.t.v. var ţađ einhver stundarheppni viđkomandi sem ađ endingu réđi úrslitum.

         Sćluvikan 2001 var sett međ stuttri opnunardagskrá í Safnahúsinu á Sauđárkróki sunnudaginn 27. apríl s.l. Ţá voru kunngerđ úrslit í vísnakeppni Safnahússins og um leiđ opnuđ sýning á verkum myndlistarkonunnar Jóhönnu Boga. Björn Björnsson skólastjóri kynnti niđurstöđur dómnefndar keppninnar, en Ingimar Jóhannsson umbođsmađur Sjóvá/Almennra á Sauđárkróki veitti peningaverđlaun fyrir bestu vísuna og besta botninn. Ţau voru 10.000 krónur fyrir besta botninn og ađrar 10.000 krónur fyrir bestu vísuna.

         Keppnin var nú haldin í sjöunda sinn og ţátttaka enn allgóđ svo ađ segja má ađ komin sé hefđ á. Tuttugu manns sendu inn vísur og botna. Keppnin var sem fyrri tvíţćtt. Annars vegar var beđiđ um vísu um Hóla í Hjaltadal, hins vegar átti ađ botna fyrriparta. Ţađ var skáldiđ Guđbrandur Ţorkell sem samdi fyrripartana ađ ţessu sinni og var snöggur ađ ţví.

         Margar góđar vísur bárust og botnar og skal nú framreiđa nokkurt sýnishorn af kveđskapnum.

         Fyrripartarnir voru ţrír, sem glímt skyldi viđ ađ ţessu sinni. Tökum ţann fyrsta:

 

         Ellin hefur svipinn sett

         á sumarţanka mína.

 

Ţetta botnađi Páll Gunnlaugsson frá Nesi svo:

         Skinniđ hrukkađ, skapiđ grett,

         skilningsvitin dvína.

 

Kristján Runólfsson á Sauđárkróki hefđi ţađ svo:

         Enda fésiđ orđiđ grett.

         en augun gömlu skína.

 

Gerđur Hallgrímsdóttir á Blönduósi botnar:

         Nú er ég bćđi grá og grett

         og giktin mig ađ pína.

 

Kristján Árnason á Skálá:

         Ţó voriđ geri lífiđ létt

         ţá lífsins geislar skína.

 

Jón Pálmason á Sauđárkróki:

         Samt ég syng og dansa létt

         er sólin fer ađ skína.

 

Marteinn Steinsson á Sauđárkróki:

         Máir sérhvern svartan blett,

         sól ef nćr ađ skína.

 

Nćsti fyrripartur var glóđvolgur úr pólitíkinni:

         Yfirgefur Imba stólinn,

         Óslandsstrákur tekur viđ.

 

Rúnar Kristjánsson var ekki í vandrćđum međ botninn:

         Varla í dansi um valdapólinn

         veltur hann í yfirliđ.

 

Páll Gunnlaugsson frá Nesi segir:

         Arkar keikur upp á hólinn,

         ekki skánar ţetta liđ.

 

Gunnar Rögnvaldsson á Hólum:

         Ráđuneytiđ kveđur kjólinn,

         komiđ er međ buxnaliđ.

 

Einar Sigtryggsson á Saauđárkróki:

         Heilbrigis er harđur skólinn

         hann mun styrkja íhaldiđ.

 

 

Loks var ţriđji fyrripartur og ţá komiđ ađ hringhendunni:

         Fellur sólar geisla glit

         á grundir hól og bala.

 

Norđanfari botnar:

         Frostiđ njólu ljósum lit

         litar skjólin dala.

 

Jón Gissurarson í Valadal botnar:

         Skríđist fjóla fögrum lit

         fremst í skjóli dala.

 

Skarphéđinn Ásbjörnsson botnar:

         Blómstra fjólur bláum lit

         blítt í skjóli dala.

 

 

Loks koma sýnishorn af vísum um Hóla í Hjaltadal og reyndist gott viđfangsefniđ ţví ađ margir eiga taugar ţangađ og Hólar líka svo gott rímorđ til ađ leika sér ađ hringhendunni. Hólamađurinn Gunnar Rögnvaldsson mćlir svo:

         Saga Hóla höfgar ból,

         hölda ól'ún snjalla.

         Bćndaskóla, biskupsstól

         byggđ í skjóli fjalla.

 

Rúnar Kristjánsson leggur líka orđ í sama belginn:

         Gćfusólar vćnsta val,

         veiti skjóliđ nćga.

         Skíni um Hóla í Hjaltadal

         höfuđbóliđ frćga.

 

Skarphéđinn Ásbjörnsson segir:

         Rökkurs eftir róleg jól

         rís upp sól á vetri,

         heilsar tignum Hólastól

         háu skólasetri.

 

Egill Helgason á Sauđárkróki yrkir svo:

         Á Hólum er óskoruđ virđing og veldi,

         af velsćmi gengiđ um hlöđ.

         Biskupsstóll, skóli, bleikjueldi

         og bćndaefni á tamingastöđ.

 

Einar Sigtryggsson á Sauđárkróki:

         Fyrr á helgum Hólastađ

         höfuđbóli Skagfirđinga

         í sögu lands var brotiđ blađ

         á biskupsstóli Íslendinga.

 

Alfređ Guđmundsson á Sauđárkróki:

         Sólar bjart er biskupsskjól,

         bóliđ hjartađ er í sal.

         Hólum margt vor fađir fól

         fjólu skart í Hjaltadal.

 

En eftir allar ţessar lofgjörđarvísur um Hóla er kannske ekki úr vegi ađ fleyta međ einni sem flögrađi svona hinsegin međ norđanáttinni inn á borđiđ og er meira jarđbundin:

         Ţegar sólu ţekur ský

         ţá er skjól í ranni.

         Getur ólund gutlađ í

         gömlum Hólamanni.

 

 

Ţegar kom ađ ţví ađ velja verđlaunavísur jukust vandrćđin fyrir dómnefndarmönnum eins og Birni í Mörk. Eftir ađ hafa beitt útilokunarađferđinni og leitađ ađ smávćgilegustu ágöllum í byggingu eđa hugsun vísunnar stóđu eftir einir tveir botnar sem bćđi voru snjallir og hnökralausir og fullkomlega rökréttir svo ađ eiginlega var dregiđ á milli. Má ţá segja ađ stundarheppnin hafi gilt. Ţegar umslagiđ međ dulnefni hins útvalda var opnađ reyndist höfundur vera Hreinn Guđvarđarson á Sauđárkróki og frá hans hendi var vísan svona:

         Fellur sólargeisla glit

         á grundir hól og bala.

         Gefur kjól í grćnum lit

         góđu skjóli dala.

 

Dómnefndarmenn voru hins vegar sammála um bestu Hólavísuna. Höfundurinn reyndist vera Stefán Guđmundsson ,,ríkisstjóri" á Sauđárkróki. Hann bjó nokkur ár á Hólum, en fluttist ţađan á Sauđárkrók, enda ţótti dómnefndarmönnum sem ţessi orđ kćmu frá hjartanu:

         Einn á róli út viđ sjá

         eg finn skjólin rofna.

         Ţegar Hólum fór ég frá

         fannst mér sólin dofna.

  

Ţetta sýnishorn úr kveđskap í vísnakeppni Safnahússins áriđ 2001 verđur látiđ nćgja ađ sinni. Ég vil fyrir hönd ađstandenda keppninnar ţakka öllum heilshugar ţátttökuna og Ingimar Jóhannssyni umbođsmanni Sjóvá/Almennra fyrir ađ veita verđlaunin enn einu sinni. Ţađ er gott til ţess ađ vita ađ margir leika sér enn ađ ţví ađ rađa saman orđum eftir stuđlanna hljóđan og gera ţađ á ţann hátt ađ iljar manni innan um sig ţegar lesiđ er ađ hlustađ. Viđ mćtum öll til leiks ađ ári.

 

                                                                  Hjalti Pálsson.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077