Páll Jónsson frá Örnólfsdal 1909-1985

Páll Jónsson fćddist í Lundum í Stafholtstungum 20. júní 1909, sonur Ingigerđar Kristjánsdóttur og Jóns Gunnarssonar, sem ţar voru í húsmennsku. Jón fađir hans var löngum á faraldsfćti og Ingigerđur móđir hans var í húsmennsku á mörgum bćjum í Borgarfirđi. 

Á 17. ári flutti Páll til Reykjavíkur og bjó ţar síđan. Hann starfađi lengi sem bókavörđur viđ Borgarbókasafn Reykjavíkur en var einnig einn af forvígismönnum Ferđafélags Íslands, landskunnur bókasafnari og ljósmyndari.

Ljósmyndasafn Páls telur á ađ giska 20.000 ljósmyndafilmur, teknar víđs vegar um landiđ. Hann og vinur hans Ţorsteinn Jósefsson höfđu margvíslega samvinnu viđ ljósmyndun og varđ myndagerđin Páli talsverđ tekjulind ţegar fram í sótti. Fjölmargar myndir Páls birtust í Árbók Ferđafélags Íslands, en einnig í tímaritum og blöđum. Páll hafđi glöggt auga fyrir myndefni og var ósínkur á tíma til ađ bíđa eftir rétta augnablikinu.

Páll starfađi ađ bókaútgáfu međ Örlygi Hálfdanarsyni bókaútgefanda og lagđi gjörfa hönd á margar af glćsilegum bókum sem forlag hans gaf út á 7. og 8. áratug 20. aldar. Páll gaf loks Örlygi myndasafn sitt en Örlygur gaf síđan safniđ til Hérađsskjalasafns Skagfirđinga áriđ 2005.

Hćgt er ađ skođa hluta myndasafns Páls á myndavef safnsins eđa um 6000 ljósmyndir.

 

 

 

 

Óheimilt er ađ nota myndirnar nema međ leyfi Hérađsskjalasafns Skagfirđinga

 

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077