Daníel Davíđsson ljósmyndari

Daníel Davíđsson fćddist í Kárdalstungu í Vatnsdal 4. maí 1872, sonur Davíđs Davíđssonar bónda á Gilá og víđar og Ţuríđar Gísladóttur. Daníel ólst upp í Vatnsdal og vann viđ bústörf í Húnavatnsţingi fram til aldamóta. Áriđ 1900 og 1901 lagđi hann stund á ljósmyndaranám hjá Jóni Dahlmann á Akureyri, sigldi ţá til Kaupmannahafnar og stundađi framhaldsnám 1901-1902.

Áriđ 1902 hóf hann ađ taka ljósmyndir á Sauđárkróki. Sauđárkrókur var ţá orđinn allfjölmennur bćr međ margvíslega iđnstarfsemi auk ţjónustu viđ fjölmennar sveitir. Eflaust hefur Daníel taliđ lífvćnlegt ađ vera ljósmyndari í ţessu ört stćkkandi plássi, ţar sem enginn fastur ljósmyndari hafđi áđur starfađ utan ţess ađ Gísli Benediktsson hafđi ţar starfađ um eins árs tímabil fyrir aldamótin. Fleira kom ţó til. Daníel hafđi bilast í baki og átti ţví erfitt ađ vinna erfiđisvinnu. [1]

Fyrstu árin vann Daníel ađ iđn sinni í litlum skúr, áföstum húsinu Seylu en áriđ 1908 lauk hann byggingu á veglegu íbúđarhúsi, sem auk ţess hafđi ađ geyma ljósmyndastofu međ stórum gluggum sem sneru í austur. Húsiđ var einstakt ađ mörgu leyti. Húsiđ var byggt af múrsteinum, sem búnir voru til úr sandi af Borgarsandi, en líklega hefur húsiđ veriđ dýrt í byggingu og talsvert dýrara en Daníel réđi viđ.[2] Ađeins ári síđar lagđi hann ljósmyndavélina á hilluna og seldi alla sína ljósmyndaútgerđ til lćriföđur síns Jóns Dahlmanns sem ţá tók í stuttan tíma viđ hlutverki ljósmyndara á Sauđárkróki.

Daníel sagđi svo frá í bréfi til Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg ađ hann hafi á ţessum árum ferđast mikiđ um sýsluna viđ ljósmyndatöku, en haft lítiđ upp úr henni. Hins vegar vann hann viđ ýmis viđvik önnur, var t.d. ađstođarmađur Sigurđar Pálssonar lćknis viđ skurđađgerđir.[3]

Áriđ 1909 kvćntist Daníel Magneu Árnadóttur frá Illugastöđum í Fljótum. Hún var dóttir Árna Magnússonar ţá bónda ţar og konu hans Baldvinu Ásgrímsdóttur. Var Magnea systir Guđrúnar frá Lundi, skáldkonu á Sauđárkróki. Hugsanlega hefur Daníel ekki ţótt lífvćnlegt ađ stunda ljósmyndaiđnina lengur, eftir ađ hann var kvćntur.

Eftir ađ Daníel hćtti ljósmyndatöku varđ hann bóndi á Breiđstöđum í Gönguskörđum 1910-1919. Heiđarseli 1920-1922, Hróarsstöđum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neđra-Nesi á Skaga 1924-1930. Ţá flutti hann ađ Syđri-Ey á Skagastönd og lést hann ţar í hárri elli áriđ 1967. Magnea lést ári síđar. Varđ ţeim sjö barna auđiđ, auk ţess sem ţau ólu upp einn fósturson.[4]

Daníel var ađ mörgu leyti sérstakur ljósmyndari og hugmyndaríkur. Hann tók vissulega mikiđ af mannamyndum á stofu sinni, en hann fór einnig út á međal íbúanna og eru allmargar myndir varđveittar af Sauđárkróki, lífinu ţar og íbúum, ţ.á m. einstakar myndir sem sýna vel lífiđ í ţessum litla bć. Ein mynd sker sig ţó úr. Mynd af markađsdegi á Sauđárkróki 1902. Fyrir utan ađ myndin fangar merkilegan atburđ ţar sem allir, jafn háir sem lágir, börn, sem gamalmenni skemmta sér á markađsdegi er myndin einstaklega skörp og vel tekin. Međ nútíma tćkni vćri jafnvel erfitt ađ taka jafn góđa mynd og Daníel gerđi ţennan sumardag.  Ekki er vitađ hvernig ljósmyndavél Daníel notađi viđ útitökur sínar.

Ljósmyndarar höfđu sína ađal atvinnu af ţví ađ taka mannamyndir á stofu. Ţađ var ţó einungis hćgt yfir sumarmánuđina, ţar sem góđ birta var nauđsynleg en ţó ekki beint sólarljós. Líklega hefur Daníel ţó selt landslagsmyndir til skrauts á heimilum. Ţannig hefur sú títtnefnda mynd af markađsdegi á Sauđárkróki borist til Hérađsskjalasafns Skagfirđinga úr all mörgum áttum og varđveitir Hérađsskjalasafniđ nú 5 eftirtökur eftir frummyndinni, allar gerđar af Daníel sjálfum. Einnig hafa safninu borist nokkrar eftirtökur af öđrum myndum, sem bendir óneitanlega til ađ Daníel hafi reynt ađ selja borgurum Sauđárkróks myndir af liđnum tíma til ađ setja upp í státtstofur sínar.

Á ţessari stundu er ekki ljóst hversu margar myndir eru varđveittar á Hérađsskjalasafni Skagfirđinga teknar af Daníel Davíđssyni en ţćr gćtu veriđ milli 7-800. Algengt er ađ fleiri en ein kópía hafi varđveist af hverri mynd og hafi ratađ til safnsins. Hins vegar eru allmargar ómerktar myndir í safninu sem allar líkur benda til ađ Daníel hafi tekiđ. Flestar myndirnar eru innimyndir í visitstćrđ en einnig allmargar cabinet og foliomyndir. Visitspjöldin voru yfirleitt merkt međ sömu áletrun en međ mismunandi litum. Eitt sinn hefur prentsmiđjan, sem prentađi á spjöldin,  gert mistök og svo vill til ađ hćgt er ađ ársetja ţćr myndir međ nokkurri vissu. Í stađ Daníel Davíđsson Sauđárkrók var prentađ Daníel Davíđsson Sandórkrók. Ađ öđru leyti voru spjöldin hvert öđru lík, ađeins var um litamun ađ rćđa eđa smávćgilegar ađrar breytingar.  Ţetta óhapp hefur átt sér stađ áriđ 1907 eđa 1908 og er ţví hćgt ađ ársetja ţćr myndir međ nokkurri fullvissu.  Varđveisla myndanna hefur yfirhöfuđ reynst misjöfn. Ekki er vitađ til ţess ađ nokkar af ljósmyndaplötum Daníels hafi varđveist.  

 

 

Unnar Ingvarsson 2012

 

Heimildir:

Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. JPV útgáfa 2001.

Kristmundur Bjarnason: Saga Sauđárkróks 1-III, Sauđárkróki 1966-1973

Skagfirzkar ćviskrár 1890-1910 IV. Sögufélag Skagfirđinga, 1972[1] Kristmundur Bjarnason: Saga Sauđárkróks I, bls. 453.

[2] Kristmundur Bjarnason: Saga Sauđárkróks II, bls. 156.

[3] Skagfirzkar ćviskrár 1890-1910 IV Sögufélag Skagfirđinga 1972 bls. 34-37.

[4] Skagfirzkar ćviskrár 1890-1910 IV Sögufélag Skagfirđinga 1972 bls. 34-37.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077