Bruno Schweizer 1897-1958

Bruno Schweizer fćddist 3. maí 1897 í Dissen viđ Ammervatn í Bćjaralandi. Hann stundađi nám í germönskum frćđum viđ háskólana í Munchen, Innsbruck og Freiburg og lauk doktorsprófi í ţjóđfrćđi áriđ 1925.

Á árunum 1927-1931 starfađi hann viđ Sprachatlas málvísndastofnunina í Marburg en 1931 sneri Bruno aftur á heimaslóđir og starfađi viđ háskólann í Munchen. Á árunum 1935-1936 ferđađist Bruno á eigin vegum um Ísland ţar sem hann gat stundađ ţjóđfrćđirannsóknir. Í ferđunum tók hann yfir 1000 ljósmyndir, sem margar hverjar eru einstakar í sinni röđ, enda lýsa ţćr samfélagi sem var á hverfanda hveli, en tćknibyltingin hafđi ţegar hafiđ innreiđ sína í íslenskar sveitir. Í ferđum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Ţorbjörgu Jónsdóttur frá Heiđarseli á Síđu, Flutti Ţorbjörg međ manni sínum til Ţýskalands og eignuđust ţau tvo syni, Helga og Gunnar.

Í stríđinu urđu ţeir atburđir sem áttu eftir ađ reynast fjölskyldunni afdrifaríkir. Áriđ 1940 stóđu fyrir dyrum ţjóđflutningar ţýskumćlandi fólks frá Suđur-Tírol á Ítalíu til Ţýskalands og var hlutverk Brunos ađ skrá menningarverđmćti sem flytja átti. Vann hann ađ margvíslegum rannsóknum á lifnađarháttum og tungumáli Tírol ţjóđverjana og tók upp mikiđ magn af töluđu máli, sem enn er veriđ ađ rannsaka af málvísindamönnum.  Ţetta verkefni vann hann undir stjórn Ahnenerbe, stofnun sem hafđi sitthvađ á samviskunni og var undir stjórn SS og Heinrich Himmler. Ađ loknu stríđi var hann handtekinn, eins og ađrir sem líkt var á fyrir komiđ og fluttur í gćslubúđir í Garmisch. Ţar sat hann í 11 mánuđi án ákćru, enda var hann aldrei í nasistaflokknum eđa hafđi unniđ óhćfuverk í ţeirra nafni.

 

Ađ loknu gćsluvarđhaldinu tókst fjölskyldunni ađ flytja til Íslands, áriđ 1948 og dvaldist Bruno hér á landi til hausts 1949 er hann fór aftur heim til Diessen.  Erfitt reyndist fyrir hann ađ fá starf viđ sitt hćfi á Íslandi og fjölskyldan fylgdi á eftir áriđ 1952. Hagur fjölskyldunnar virtist vćnkast á ný og Bruno fékk verkefni viđ sitt hćfi. Hins vegar var Bruno ekki heilsuhraustur og ţann 11. nóvember 1958 lést hann úr hjartaáfalli.

Eftir lát manns síns bjó Ţorbjörg áfram í Diessen ásamt sonum sínum. Helgi varđ doktor í sálfrćđi og er prófessor viđ háskólann í Innsbruck. Gunnar starfar viđ forna iđn Schweizerćttarinnar og rekur tinverksmiđju í Diessen.  Áriđ 1990 sneri Ţorbjörg aftur heim til Íslands og settist ađ í dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubćjarklaustri. Ţar lést hún 31. janúar 2002 99 ára ađ aldri.

Eins og áđur sagđi eru ljósmyndir Brunos einstakar á margan hátt. Hann var nákvćmur ţegar kom ađ ţví ađ taka myndir af fornum byggingum eđa starfsháttum en hafđi einnig auga fyrir myndbyggingu og skemmtilegum augnablikum. Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigđin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum.

Myndir Brunos bera međ sér ađ hann hugđist nýta ţćr í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu, ţess vegna eru landslagsmyndir nokkuđ fyrirferđamiklar. Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Ţýskalandi ţar sem myndirnar voru sýndar.

Sonur Brunos, Helgi, gaf Hérađsskjalasafni Skagfirđinga myndirnar um mitt ár 2006. Um ćvi og störf Brunos má lesa frekar í stórvirkinu: Úr torfbćjum inn í tćkniöld III bindi, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út áriđ 2003 og bárust myndirnar safninu fyrir milligöngu Örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefanda.

Mynir Bruno Schweizer eru nú ađgengilegar á netinu, alls ríflega 1000 myndir.

Albúm Bruno Schweizer

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077