Arnór Egilsson ljósmyndari

Arnór Egilsson fćddist á Holtastöđum í Langadal í Húnavatnssýslu 4. ágúst 1856. Fađir hans var Egill Halldórsson (1819-1894) bóndi og smiđur á Reykjum á Reykjabraut og móđir Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) húsfreyja frá Laxamýri. Sigurveig var fyrri kona Egils. Ţau skildu en hún giftist síđar Ţorsteini Snorrasyni bónda síđast í Brekknakoti í Reykjahverfi S-Ţing. Síđustu ár sín bjó hún í Argyle byggđ í Kanada og lést ţar.

Arnór ólst upp hjá foreldrum sínum og á Hjaltabakka hjá sr. Páli Sigurđssyni. Ţótti hann snemma efnilegur og listfengur. Um tvítugsaldur vann hann viđ verslunarstörf á Blönduósi en sigldi síđan til Kaupmannahafnar ađ lćra ljósmyndun. Áriđ 1882 kvćntist hann Valgerđi Ólafsdóttur frá Leysingjastöđum og hófu ţau búskap á Blönduósi. Ţar stundađi Arnór veitingasölu í Vertshúsinu en rak međ ljósmyndastofu. Byggđi hann viđbyggingu viđ Vertshúsiđ áriđ 1884 sérstakt hús til myndatökunnar og starfađi ţar til ársins 1885.

Tengdafađir Arnórs bjó á Hćli í Torfalćkjarhreppi síđustu búskaparár sín, en áriđ 1885 lést hann og Arnór flutti sig um set ásamt Valgerđi konu sinni og tók viđ búi ađ Hćli. Mun nćr útilokađ ađ hafa lifibrauđ af ljósmyndatökum, ţó veitingasala bćttist ţar viđ. Ţađ áttu margir frumkvöđlar ljósmyndunar á Íslandi eftir ađ reyna og ţví í raun einsýnt fyrir Arnór ađ hefja hefđbundin búskap.[1] Á Hćli bjó Arnór til 1890. Áriđ 1891 var hann á Stóru-Giljá í Ţingi, en keypti síđan Bjarnastađi í Vatnsdal og bjó ţar ásamt fjölskyldu sinni frá 1892-1899. Allan ţann tíma hélt Arnór áfram ađ taka ljósmyndir af miklum krafti. Voriđ 1899 vatt hann sínu kvćđi í kross og ákvađ ađ reyna enn á ný ađ hafa atvinnu af ljósmyndun. Keypti hann ţá ljósmyndastofu Önnu Schiöth á Akureyri ásamt öllum tćkjum og myndplötusafni. Í auglýsingu í blađinu Stefni í júnímánuđi tilkynnti Arnór ađ hann hefđi nú tekiđ yfir rekstur Önnu og bauđ bćjarbúum ađ láta taka af sér góđar og vandađar ljósmyndir, svo notuđ séu hans orđ. Arnór fullyrti einnig ađ almennt vćri viđurkennt ađ hans myndir tćkju öđrum íslenskum ljósmyndum fram.[2]  

Akureyringar nutu hćfileika Arnórs ţó í stuttan tíma. Ţrátt fyrir ungan aldur veiktist hann af krabbameini og var mjög veikur veturinn 1899-1900. Hann lést á vordögum, 4. maí 1900 frá konu og ţremur ungum börnum ađeins 44 ára gamall.[3]

Ljósmyndarinn

Ţrátt fyrir ađ glerplötur Arnórs hafi nćr allar eyđilagst er varđveitt talsvert magn af pappírseftirtökum í ýmsum söfnum og gefa ţćr nokkra yfirsýn yfir starf hans. Arnór virđist, eins og flestir ljósmyndarar,  hafa gćtt ţess lengst af ađ merkja sér myndirnar. Ţó er ólíklegt ađ svo hafi veriđ í fyrstu. ÁletruninArnór Egilsson Blönduósi er sýnileg á allmörgum ljósmyndum, sem og áletrunin Arnór Egilsson Ísland, en báđar eru ţćr frá fyrstu árum Arnórs sem ljósmyndara, en eins og áđur sagđi eru elstu myndirnar líklega ekki áritađar. Áritanir frá Hćli og Bjarnastöđum er mun fleiri. Ţá má geta ţess ađ örfáar myndir eru til međ áletruninni Arnór Árnason Gilá, ţar sem hann var í eitt ár eins og ađ framan sagđi.  Flestar ljósmyndir Arnórs voru svokallađar visit myndir. Hétu ţćr ţessu nafni ţar sem ţćr voru svipađar á stćrđ og heimsóknarspjöld, visitcards, sem velţekkt voru á betri heimilum víđa um heim.

Myndir í cabinet stćrđ voru mun fátíđari. Eins og flestir ljósmyndarar var starfsemi ţeirra ađ mestu leyti bundin viđ ljósmyndastofur, ţar sem hćgt var ađ koma viđ ţokkalegri lýsingu. Á ţeirri myndatöku höfđu ljósmyndararnir lifibrauđ sitt. Hins vegar áttu ţeir einnig til ađ taka útimyndir og mannlífsmyndir, ţótt slíkt vćri fremur til gamans en til gróđa. Ţó munu einhverjir hafa keypt slíkar myndir til ađ hafa uppi viđ á heimilum sínum. Arnór stundađi slíka myndatöku í nokkru mćli. Varđveist hafa allmargar myndir frá Blönduósi, teknar af Arnóri viđ upphaf byggđar ţar.

 

Leiđa má líkum ađ ţví ađ Arnór hafi fariđ í ljósmyndaferđ til Skagafjarđar áriđ 1888, hugsanlega í bođi Ludvigs Popp kaupmanns og fleiri ríkismanna í Skagafirđi. Í ţeirri ferđ tók ađ ţvi er virđist allmargar ţekktar ljósmyndir, ţar á međal elstu yfirlitsmyndina, sem er ţekkt af Sauđárkróki.

 [1]Ţjóđólfur 7.9.1901.

[2] Stefnir, tímarit 9.6.1899.

[3] Ţjóđólfur 7.9.1900.

Svćđi

Hérađsskjalasafn Skagafjarđar  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6077