Myndasafn

Ljósmyndasafn Héraðsskjalasafnsins samanstendur af fjölmörgum myndagjöfum, sem safninu hefur borist í tæplega 70 ára sögu sinni. Á þessari síðu er hægt að fræðast um nokkra ljósmyndara sem lögðu sitt af mörkum svo við getum gægst til fortíðar. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um einstök myndasöfn sem safnið varðveitir. Á næstu misserum verða þessar síður uppfærðar og bætt við upplýsingum um myndhöfunda eftir því sem kostur er.

Myndirnar sem birtar eru á vef safnsins eru ekki í fullum gæðum. Með upprunalegum filmum og myndum er hægt að ná fram mun meiri gæðum á myndum en sjást á vefnum. Tekin var ákvörðun um að lagfæra ekki ljósmyndir, en þess er getið ef um lagfæringu eða skurð á myndum er að ræða. Jafnframt var ákveðið að skanna heildarsöfn ákveðinna ljósmyndara s.s. Brunos Schweizer og Páls Jónssonar, þrátt fyrir að í sumum tilfellum teljist myndefnið ekki sérlega merkilegt. Skráning á myndunum er eilífðarverkefni og oft á tíðum er einugis grunnskráning birt með myndunum. Ábendingar um myndefni eru vel þegnar.

Vakin er athygli á að einungis hluti þeirra ljósmynda sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga verða birtar á vef safnsins. Fyrirspurnum varðandi aðrar myndir eða myndefni finnst ekki er hægt að beina á netfangið skjalasafn@skagafjordur.is eða í síma safnsins 453 6640.

Svæði

Héraðsskjalasafn Skagafjarðar  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6077